Aldrei fundið svona kulda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 21:01 Íbúi á Hvanneyri segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum kulda og nú en þar hefur hitastig mælst lægst mínus 16,8 gráður í dag. Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís. Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Talsverðu kuldakasti var spáð nú um helgina og finna landsmenn nú flestir fyrir því. Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi mínus 23,8 gráður. Töluverður kuldi hefur verið á Hvanneyri í dag og segist íbúi þar aldrei hafa fundið fyrir viðlíka kulda. „Úff þetta er eins og að búa í Rússlandi eða á Norðurpólnum. Maður fer varla út og ég finn bara bifhárin frjósa þegar ég labba út þannig við pössum okkur að vera sem minnst úti og ef við vogum okkur að opna hurðina þá erum við mjög fljótt beðin um að loka henni aftur því það kemur svo rosalega kalt inn,“ sagði Aldís Arna Tryggvadóttir, íbúi á Hvanneyri. Kalt en fallegt Hefur þú fundið fyrir svona kulda áður? „Aldrei nokkurn tíman. Þetta er það allra kaldasta en það er líka um leið alveg rosalega fallegt úti,“ segir Aldís Arna og sýnir frá umhverfinu líkt og sjá má í myndskeiðinu. Aldís Arna segir einungis hægt að vera utandyra í stutta stund áður en kuldinn verður óbærilegur. „Þrjár mínútur,“ segir Aldís og skellir upp úr og bætir því við að sjö mínútna útivera væri nærri lagi. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt og voru borgarbúar beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur vel gengið að veita heitu varni en þar sem álag verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld er fólk hvatt til að fara sparlega með heita vatnið. Aldís hvetur fólk til að hafa það huggulegt innandyra í frostinu. „Hita kakó, baka kökur, skreyta og gera allt sem maður getur inni með krökkunum. Setja góða jólatónlist á, syngja og tralla,“ segir Aldís.
Veður Borgarbyggð Tengdar fréttir Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00 Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. 5. desember 2020 14:00
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39