Þægilegt hjá Man City gegn nýliðunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. desember 2020 16:49 Zambo og Sterling í baráttunni í dag. vísir/Getty Manchester City átti ekki í teljandi erfiðleikum með nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Raheem Sterling slapp í gegn og skoraði framhjá Alphonse Areola. Eftir tæplega hálftíma leik fiskaði Sterling svo vítaspyrnu sem Kevin De Bruyne tók og skoraði úr af öryggi. Í stað þess að raða inn fleiri mörkum á nýliðana stigu heimamenn verulega af bensíngjöfinni það sem eftir lifði leiks en sigldu 2-0 sigri örugglega í höfn. Man City record back-to-back #PL wins for the first time this season #MCIFUL pic.twitter.com/tc1StduUb1— Premier League (@premierleague) December 5, 2020 Enski boltinn
Manchester City átti ekki í teljandi erfiðleikum með nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Raheem Sterling slapp í gegn og skoraði framhjá Alphonse Areola. Eftir tæplega hálftíma leik fiskaði Sterling svo vítaspyrnu sem Kevin De Bruyne tók og skoraði úr af öryggi. Í stað þess að raða inn fleiri mörkum á nýliðana stigu heimamenn verulega af bensíngjöfinni það sem eftir lifði leiks en sigldu 2-0 sigri örugglega í höfn. Man City record back-to-back #PL wins for the first time this season #MCIFUL pic.twitter.com/tc1StduUb1— Premier League (@premierleague) December 5, 2020
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti