Förum ekki í sama farið – byggjum upp heilbrigðari atvinnugrein Drífa Snædal skrifar 4. desember 2020 12:01 Nú er beðið eftir að ferðaþjónustan fari á fullt aftur og greiningardeildirnar hamast við að finna tímasetninguna. Verður það næsta sumar eða ekki fyrr en næsta haust? Hvenær verður hægt að endurræsa ferðaþjónustuna? Í umræðunni liggja væntingar um afturhvarf til þess sem var; góðærisins, gjaldeyristeknanna og hás atvinnustigs. Og vissulega litu efnahagsreikningarnir betur út fyrir ári síðan. En það er eitt sem gleymdist í allri stefnumótun stjórnvalda varðandi ferðaþjónustuna - starfsfólkið. Ferðaþjónustan byggir, umfram margar aðrar greinar, á fjölda starfsfólks, viðmóti þess og þjónustulund. Nú er lag að fara ekki í sama farið heldur endurræsa þessa mikilvægu atvinnugrein á skynsamlegri nótum en áður. Það er ekki náttúrulögmál að ferðaþjónustan sé láglaunaatvinnugrein með ótryggum ráðningarsamböndum og ótrúlegum fjölda kjarasamningsbrota. Alþýðusambandið hefur gefið út árherslur um uppbyggingu ferðaþjónustunnar á nýjum grunni þar sem þess er krafist að hagsmunir launafólks verði einn af hornsteinum starfsins Að í ljósi mikilvægi greinarinnar fyrir íslenskt hagkerfi verði að mynda sátt um bætt kjör og aðbúnað starfsfólks enda verður arðsemi og sjálfbærni ekki náð örðuvísi. Lyfta verður grettistaki í að uppræta bortastarfsemi sem því miður hefur verið allt of tíð í ferðaþjónustunni. Þar ber hæst atvinnuöryggi og að þeir atvinnurekendur sem brjóta á fólki verði gerðir ábyrgir. Nýtum tímann áður en ferðaþjónustan fer á fullt skrið og búum í haginn fyrir ábyrga, mannúðlega og skynsama atvinnugrein. Fyrsta skrefið í því er að leggja áherslu á starfsfólk í allri stefnumótun. Hér má kynna sér áherslur ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú er beðið eftir að ferðaþjónustan fari á fullt aftur og greiningardeildirnar hamast við að finna tímasetninguna. Verður það næsta sumar eða ekki fyrr en næsta haust? Hvenær verður hægt að endurræsa ferðaþjónustuna? Í umræðunni liggja væntingar um afturhvarf til þess sem var; góðærisins, gjaldeyristeknanna og hás atvinnustigs. Og vissulega litu efnahagsreikningarnir betur út fyrir ári síðan. En það er eitt sem gleymdist í allri stefnumótun stjórnvalda varðandi ferðaþjónustuna - starfsfólkið. Ferðaþjónustan byggir, umfram margar aðrar greinar, á fjölda starfsfólks, viðmóti þess og þjónustulund. Nú er lag að fara ekki í sama farið heldur endurræsa þessa mikilvægu atvinnugrein á skynsamlegri nótum en áður. Það er ekki náttúrulögmál að ferðaþjónustan sé láglaunaatvinnugrein með ótryggum ráðningarsamböndum og ótrúlegum fjölda kjarasamningsbrota. Alþýðusambandið hefur gefið út árherslur um uppbyggingu ferðaþjónustunnar á nýjum grunni þar sem þess er krafist að hagsmunir launafólks verði einn af hornsteinum starfsins Að í ljósi mikilvægi greinarinnar fyrir íslenskt hagkerfi verði að mynda sátt um bætt kjör og aðbúnað starfsfólks enda verður arðsemi og sjálfbærni ekki náð örðuvísi. Lyfta verður grettistaki í að uppræta bortastarfsemi sem því miður hefur verið allt of tíð í ferðaþjónustunni. Þar ber hæst atvinnuöryggi og að þeir atvinnurekendur sem brjóta á fólki verði gerðir ábyrgir. Nýtum tímann áður en ferðaþjónustan fer á fullt skrið og búum í haginn fyrir ábyrga, mannúðlega og skynsama atvinnugrein. Fyrsta skrefið í því er að leggja áherslu á starfsfólk í allri stefnumótun. Hér má kynna sér áherslur ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun