Skýrsla tekin af Ivönku Trump vegna fjármálamisferlismáls Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 11:01 Ivanka Trump (t.h.) með eiginmanni sínum Jared Kushner. Dómsmálaráðherra Washington-borgar stefndi henni, stjúpmóður hennar Melaniu og Thomas Barrack, nánum vini föður hennar, um gögn vegna fjárútláta embættistökunefndarinnar árið 2017. AP/Patrick Semansky Lögmenn frá dómsmálaráðherra Washington-borgar tóku skýrslu af Ivönku Trump, dóttur fráfarandi Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans, í tengslum við málsókn vegna meints misferlis með framlög til nefndar sem undirbjó innsetningarathöfn Trump árið 2017. Innsetningarnefnd Trump sem skipulagði hátíðarhöld í kringum embættistöku Trump í Washington-borg 20. janúar árið 2017 safnaði meira fé en nokkur slík nefnd í sögunni. Dómsmálaráðherrann í borginni heldur því fram að nefndin hafi misfarið með fjármunina sem bakhjarlar Trump létu af hendi rakna. Slíkar nefndir eru reknar sem sjálfseignarstofnanir. Karl Racine, dómsmálaráðherrann, telur að meira en ein milljón dollara, jafnvirði meira en 125 milljóna íslenskra króna, sem nefndin greiddi Trump-hótelinu í Washington-borg fyrir leigu á veislusal hafi verið hluti af áætlun um að „ofgreiða stórlega“ til að fóðra vasa fjölskyldu forsetans, að sögn AP-fréttastofunnar. Nefndarmenn eiga að hafa átt í samráði við stjórnendur hótelsins og Trump-fjölskylduna um þetta. „Lög svæðisins kveða á um að félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni skuli nota fjármuni sína í opinber markmið sín, ekki til þess að einstaklingar eða fyrirtæki hagnist á þeim. Í þessu máli sækjumst við eftir því að endurheimta fjármuni sjálfseignastofnunarinnar sem var veitt á óeðlilegan hátt til fyrirtækja Trump-fjölskyldunnar,“ segir Racine sem er demókrati. Segist hafa látið rukka „sanngjarnt markaðsverð“ Alan Garten, lögmaður Ivönku Trump, fullyrðir að eina aðkoma hennar að málinu hafi verið að hafa milligöngu um samskipti á milli málsaðilanna og að skipa hótelinu að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ fyrir þjónustu sína. Trump segist sjálf hafa varið meira en fimm klukkustundum í að gefa skýrslu þar sem hún var spurð út í verðskrá Trump-hótelsins í kringum embættisinnsetninguna. „Ég deildi með þeim tölvupósti frá því fyrir fjórum árum þar sem ég sendi hótelinu fyrirmæli um að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ sem hótelið svo gerði. Þessi „rannsókn“ er önnur birtingarmynd pólitískrar hefnigirni og sóun á fjármunum skattgreiðenda,“ tísti forsetadóttirin. pic.twitter.com/DERU9YJLcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) December 3, 2020 Áður hefur komið fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki hvort að Trump-fyrirtækið hafi notað ráðgjafargreiðslur til Ivönku Trump til þess að lækka skattbyrði sína á ólögmætan hátt. Hún hefur einnig afskrifað þá rannsókn sem pólitíska atlögu að sér. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Innsetningarnefnd Trump sem skipulagði hátíðarhöld í kringum embættistöku Trump í Washington-borg 20. janúar árið 2017 safnaði meira fé en nokkur slík nefnd í sögunni. Dómsmálaráðherrann í borginni heldur því fram að nefndin hafi misfarið með fjármunina sem bakhjarlar Trump létu af hendi rakna. Slíkar nefndir eru reknar sem sjálfseignarstofnanir. Karl Racine, dómsmálaráðherrann, telur að meira en ein milljón dollara, jafnvirði meira en 125 milljóna íslenskra króna, sem nefndin greiddi Trump-hótelinu í Washington-borg fyrir leigu á veislusal hafi verið hluti af áætlun um að „ofgreiða stórlega“ til að fóðra vasa fjölskyldu forsetans, að sögn AP-fréttastofunnar. Nefndarmenn eiga að hafa átt í samráði við stjórnendur hótelsins og Trump-fjölskylduna um þetta. „Lög svæðisins kveða á um að félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni skuli nota fjármuni sína í opinber markmið sín, ekki til þess að einstaklingar eða fyrirtæki hagnist á þeim. Í þessu máli sækjumst við eftir því að endurheimta fjármuni sjálfseignastofnunarinnar sem var veitt á óeðlilegan hátt til fyrirtækja Trump-fjölskyldunnar,“ segir Racine sem er demókrati. Segist hafa látið rukka „sanngjarnt markaðsverð“ Alan Garten, lögmaður Ivönku Trump, fullyrðir að eina aðkoma hennar að málinu hafi verið að hafa milligöngu um samskipti á milli málsaðilanna og að skipa hótelinu að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ fyrir þjónustu sína. Trump segist sjálf hafa varið meira en fimm klukkustundum í að gefa skýrslu þar sem hún var spurð út í verðskrá Trump-hótelsins í kringum embættisinnsetninguna. „Ég deildi með þeim tölvupósti frá því fyrir fjórum árum þar sem ég sendi hótelinu fyrirmæli um að rukka „sanngjarnt markaðsverð“ sem hótelið svo gerði. Þessi „rannsókn“ er önnur birtingarmynd pólitískrar hefnigirni og sóun á fjármunum skattgreiðenda,“ tísti forsetadóttirin. pic.twitter.com/DERU9YJLcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) December 3, 2020 Áður hefur komið fram að umdæmissaksóknarar í New York rannsaki hvort að Trump-fyrirtækið hafi notað ráðgjafargreiðslur til Ivönku Trump til þess að lækka skattbyrði sína á ólögmætan hátt. Hún hefur einnig afskrifað þá rannsókn sem pólitíska atlögu að sér.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17 Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans. 20. nóvember 2020 10:17
Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21