„Áfram Ísland“ en Lars veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 15:13 Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir framtíð sína algjörlega óráðna. „Áfram Ísland“ segir sá sænski í svari við fyrirspurn Vísis. Lagerbäck var sagt upp störfum sem þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu í morgun. „Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
„Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45
Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31
Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30