„Áfram Ísland“ en Lars veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 15:13 Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir framtíð sína algjörlega óráðna. „Áfram Ísland“ segir sá sænski í svari við fyrirspurn Vísis. Lagerbäck var sagt upp störfum sem þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu í morgun. „Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45
Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31
Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30