Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2020 13:37 Jólakötturinn á Ráðhústorginu er í vetrarbúningi. Vísir/Tryggvi Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan er veðrið ekkert sérstakt á Akureyri þessa stundina. Gul veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið utan þess að appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland. Á Norðurlandi eystra hefur verið norðan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi það sem af er degi. Lítil skakkaföll hafa þó fylgt þessu veðri en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa lítil sem engin útköll verið á Norðurlandi frá því í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur landsmenn eindregið til þess að vera sem minnst á ferðinni í dag ef mögulegt en þó er búið að opna Öxnadalsheiðina og Vatnskarðið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri hefur lögreglan ekki haft mikið að gera í tengslum við veðrið utan þess að aðstoða einstaka ökumenn sem fest hafa bíla sína hér og þar um bæinn. Á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til að hafa jákvæðni og þolinmæði að vopni í dag vegna snjókomunnar. Áhersla sé lögð á það að halda helstu gangstígum, stofnbrautum og tengibrautum opnum. Aðstæður séu hins vegar erfiðar, mikil úrkoma og fok, þannig að færðin geti verið fljót að spillast aftur og sést jafnvel ekki að mokað hafi verið fyrir fáeinum klukkutímum. Reiknað er með að veðrið gangi niður á morgun og þá verður settur kraftur í að hreinsa sem allra mest af bænum fyrir helgina, að því er segir á vef bæjarins. Veður Akureyri Samgöngur Tengdar fréttir Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45 Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hér að neðan er veðrið ekkert sérstakt á Akureyri þessa stundina. Gul veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið utan þess að appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland. Á Norðurlandi eystra hefur verið norðan hvassviðri með snjókomu og skafrenningi það sem af er degi. Lítil skakkaföll hafa þó fylgt þessu veðri en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa lítil sem engin útköll verið á Norðurlandi frá því í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra hvetur landsmenn eindregið til þess að vera sem minnst á ferðinni í dag ef mögulegt en þó er búið að opna Öxnadalsheiðina og Vatnskarðið að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri hefur lögreglan ekki haft mikið að gera í tengslum við veðrið utan þess að aðstoða einstaka ökumenn sem fest hafa bíla sína hér og þar um bæinn. Á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til að hafa jákvæðni og þolinmæði að vopni í dag vegna snjókomunnar. Áhersla sé lögð á það að halda helstu gangstígum, stofnbrautum og tengibrautum opnum. Aðstæður séu hins vegar erfiðar, mikil úrkoma og fok, þannig að færðin geti verið fljót að spillast aftur og sést jafnvel ekki að mokað hafi verið fyrir fáeinum klukkutímum. Reiknað er með að veðrið gangi niður á morgun og þá verður settur kraftur í að hreinsa sem allra mest af bænum fyrir helgina, að því er segir á vef bæjarins.
Veður Akureyri Samgöngur Tengdar fréttir Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45 Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Sjá meira
Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3. desember 2020 06:45
Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. 2. desember 2020 22:48
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent