Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að mjög raunhæft væri að hefja bólusetningu í janúar. Ekki var annað að skilja á máli Þórólfs á upplýsingafundinum í dag en að hann vildi tempra þessar væntingar. Hann minnti á það, líkt og fram kom í máli Rúnu í gær, að Lyfjastofnun Evrópu ætti enn eftir að gefa leyfi fyrir bóluefni Pfizer og Moderna. Fyrirtækin hafa bæði sótt um neyðarleyfi til stofnunarinnar. Skammtar frá Pfizer og Moderna duga ekki fyrir alla þjóðina Stofnunin mun gefa álit sitt á bóluefni Pfizer í síðasta lagi 29. desember. Sagði Þórólfur að verði niðurstaðan sú að bóluefnið sé öruggt þá geti dreifing hafist fljótlega. Hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega hvenær dreifing geti hafist og hvernig hún muni fara fram. „Því er ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót og ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann aðspurður að fjöldi skammtanna sem kæmu frá Pfizer myndi ekki duga til að bólusetja alla þjóðina. Skammtarnir væru um 180 þúsund og bólusetja þarf hvern einstakling tvisvar svo bólusetningin virki. Hvað varðar bóluefni Moderna þá skilar Lyfjastofnun Evrópu sínu áliti á því í síðasta lagi 12. janúar. Ísland hefur tryggt sér aðgang að því bóluefni einnig en samanlagt duga þó skammtar Pfizer og Moderna ekki til þess að bólusetja alla þjóðina að sögn Þórólfs. Því þurfi að binda vonir við að fá fleiri skammta af þessum bóluefnum eða þá að bóluefni AstraZeneca komi til því mun fleiri skammtar séu tryggðir af því bóluefni heldur en þeim frá Pfizer eða Moderna. Þórólfur sagði að þeir skammtar sem Íslandi væru ætlaðir frá Pfizer muni koma til landsins í einni sendingu. Hið sama ætti við um önnur bóluefni; skammtarnir sem okkur væru ætlaðir kæmu á áfangastað í einu lagi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira