Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. desember 2020 06:45 Myndina birti Landsbjörg á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en nokkur erill var hjá björgunarsveitum landsins vegna veðursins. Landsbjörg Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira