Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 22:48 Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðri á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Vísir/vilhelm Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að byrjað hafi verið að kalla björgunarsveitir út um fimmleytið og áfram borist verkefni fram eftir kvöldi. Aðallega hafi fólk þurft aðstoð á Norðurlandi og Austurlandi en seinnipart kvölds hafi hjálparbeiðnir tekið að berast frá Vesturlandi. Davíð segir að öll verkefnin, á bilinu 15-20 talsins, hafi lotið að því að aðstoða ökumenn bíla í vandræðum vegna færðar eða veðurs, aðallega á fjallvegum og heiðum. „Ég hef verið að benda á að ferðaveður á þessum fjallvegum er með lakara móti og við bendum fólki eindregið á að sé það að ferðast milli landshluta gái það vel að upplýsingum um færð og veður og hugi að útbúnaði sínum og bílanna, þannig að sé öruggt,“ segir Davíð. Til dæmis hafi verið farið í útköll á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar eru vegirnir annars vegar lokaður og hins vegar ófær. Björgunarsveitir eða lögregla hafa þó ekki lokað vegum það sem af er kvöldi og Davíð segir að einhverjir hafi mögulega freistast til að fara yfir. „En við erum viðbúin áfram og mjög meðvituð um að viðvaranirnar gilda fram á föstudag. Við erum orðin nokkuð vön því að halda okkur til hlés út af Covid og fleira og ég held að við verðum að temja okkur það í svona veðrum,“ segir Davíð. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46 Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03 Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að byrjað hafi verið að kalla björgunarsveitir út um fimmleytið og áfram borist verkefni fram eftir kvöldi. Aðallega hafi fólk þurft aðstoð á Norðurlandi og Austurlandi en seinnipart kvölds hafi hjálparbeiðnir tekið að berast frá Vesturlandi. Davíð segir að öll verkefnin, á bilinu 15-20 talsins, hafi lotið að því að aðstoða ökumenn bíla í vandræðum vegna færðar eða veðurs, aðallega á fjallvegum og heiðum. „Ég hef verið að benda á að ferðaveður á þessum fjallvegum er með lakara móti og við bendum fólki eindregið á að sé það að ferðast milli landshluta gái það vel að upplýsingum um færð og veður og hugi að útbúnaði sínum og bílanna, þannig að sé öruggt,“ segir Davíð. Til dæmis hafi verið farið í útköll á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar eru vegirnir annars vegar lokaður og hins vegar ófær. Björgunarsveitir eða lögregla hafa þó ekki lokað vegum það sem af er kvöldi og Davíð segir að einhverjir hafi mögulega freistast til að fara yfir. „En við erum viðbúin áfram og mjög meðvituð um að viðvaranirnar gilda fram á föstudag. Við erum orðin nokkuð vön því að halda okkur til hlés út af Covid og fleira og ég held að við verðum að temja okkur það í svona veðrum,“ segir Davíð. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46 Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03 Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46
Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03
Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57