Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 14:29 Íslenskt afreksfólk þarf að bíða enn lengur eftir því að fá grænt ljós. vísir/vilhelm Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. Bakslag síðustu daga var enn eitt áfallið fyrir íslenskar íþróttir því fram að því þá ætlaði sóttvarnalæknir að leggja það til að leyfa íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum. Upplýsingar um fyrirhuguðu afléttingar Þórólfs Guðnasonar koma fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa Stöð 2 og Vísis kallaði eftir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Eftir að Þórólfur hafði skilað þessum tillögum sínum fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í morgun að engar breytingar yrðu gerðar fyrr en í fyrsta lagi næstu viku. Íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega því ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. Hefðu íþróttaæfingar fullorðinna fengið grænt ljóst þá hefði verið mögulega verið hægt að hefja keppni í efstu deildum fyrir jól en eftir tíðindi dagsins er ljóst að það verður ekkert spilað fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var bæði vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins um að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Hér fyrir neðan má sjá tillöguna um fyrirkomulag æfinga í efstu deildum. Þetta átti að taka gildi í dag áður en sóttvarnarlæknir hætti við. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira
Bakslag síðustu daga var enn eitt áfallið fyrir íslenskar íþróttir því fram að því þá ætlaði sóttvarnalæknir að leggja það til að leyfa íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum. Upplýsingar um fyrirhuguðu afléttingar Þórólfs Guðnasonar koma fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa Stöð 2 og Vísis kallaði eftir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Eftir að Þórólfur hafði skilað þessum tillögum sínum fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í morgun að engar breytingar yrðu gerðar fyrr en í fyrsta lagi næstu viku. Íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega því ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. Hefðu íþróttaæfingar fullorðinna fengið grænt ljóst þá hefði verið mögulega verið hægt að hefja keppni í efstu deildum fyrir jól en eftir tíðindi dagsins er ljóst að það verður ekkert spilað fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var bæði vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins um að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Hér fyrir neðan má sjá tillöguna um fyrirkomulag æfinga í efstu deildum. Þetta átti að taka gildi í dag áður en sóttvarnarlæknir hætti við. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira
Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55
Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01
Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30