Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 14:29 Íslenskt afreksfólk þarf að bíða enn lengur eftir því að fá grænt ljós. vísir/vilhelm Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. Bakslag síðustu daga var enn eitt áfallið fyrir íslenskar íþróttir því fram að því þá ætlaði sóttvarnalæknir að leggja það til að leyfa íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum. Upplýsingar um fyrirhuguðu afléttingar Þórólfs Guðnasonar koma fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa Stöð 2 og Vísis kallaði eftir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Eftir að Þórólfur hafði skilað þessum tillögum sínum fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í morgun að engar breytingar yrðu gerðar fyrr en í fyrsta lagi næstu viku. Íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega því ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. Hefðu íþróttaæfingar fullorðinna fengið grænt ljóst þá hefði verið mögulega verið hægt að hefja keppni í efstu deildum fyrir jól en eftir tíðindi dagsins er ljóst að það verður ekkert spilað fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var bæði vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins um að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Hér fyrir neðan má sjá tillöguna um fyrirkomulag æfinga í efstu deildum. Þetta átti að taka gildi í dag áður en sóttvarnarlæknir hætti við. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira
Bakslag síðustu daga var enn eitt áfallið fyrir íslenskar íþróttir því fram að því þá ætlaði sóttvarnalæknir að leggja það til að leyfa íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum. Upplýsingar um fyrirhuguðu afléttingar Þórólfs Guðnasonar koma fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa Stöð 2 og Vísis kallaði eftir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Eftir að Þórólfur hafði skilað þessum tillögum sínum fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í morgun að engar breytingar yrðu gerðar fyrr en í fyrsta lagi næstu viku. Íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega því ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. Hefðu íþróttaæfingar fullorðinna fengið grænt ljóst þá hefði verið mögulega verið hægt að hefja keppni í efstu deildum fyrir jól en eftir tíðindi dagsins er ljóst að það verður ekkert spilað fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var bæði vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins um að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Hér fyrir neðan má sjá tillöguna um fyrirkomulag æfinga í efstu deildum. Þetta átti að taka gildi í dag áður en sóttvarnarlæknir hætti við. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira
Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55
Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01
Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30