Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2020 11:54 Frá Vatnajökulsþjóðgarði sem fellur inn í nýjan hálendisþjóðgarð verði frumvarpið að lögum. visir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. Sautján stjórnarfrumvörp voru lögð fram á vef Alþingis í gærkvöldi. Rétt áður en frestur til að leggja fram þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jól rann út. Meðal mála sem er nú í annað sinn komið á borð Alþingis er frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Áform um þjóðgarðinn má rekja til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en ekki er þó einhugur um málið innan stjórnarflokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gerðu fyrirvara við frumvarpið áður en það var afgreitt úr þingflokkunum. Verði það að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir miðhálendið, eða um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Tuttugu og fjögur sveitarfélög fara með skipulagsvald á miðhálendinu eða eiga þar réttindi. Lögðust sum þeirra mjög gegn málinu og töldu að verið væri að taka af þeim lögbundið skipulagsvald. Í nýju frumvarpi er reynt að koma til móts við sveitarfélögin og fellt brott ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð.vísir/Egill Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þessa málamiðlun duga skammt. „Samt sem áður er það nú þannig að ákvörðun um svæðis- og verndaráætlun er tekin í umdæmisráði sem er skipað fulltrúum ýmissa annarra heldur en viðkomandi sveitarfélags. Þannig að það eru fleiri en fulltrúar þess sveitarfélags, þar sem svæðið er, sem eru að taka ákvarðanir um ýmislegt sem varðar viðkomandi sveitarfélag.“ Sveitarstjórnin sé því enn mótfallin málinu. Ásta segir allt frá upphafi hafa skort greiningu á kostum og göllum þess að stofna þjóðgarð á svæðinu. „Miðað við nýlega ályktun er sveitarstjórn Bláskógabyggðar enn á móti því að það verði stofnaður þjóðgarður á miðhálendinu.“ Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Bláskógabyggð Hálendisþjóðgarður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Sautján stjórnarfrumvörp voru lögð fram á vef Alþingis í gærkvöldi. Rétt áður en frestur til að leggja fram þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jól rann út. Meðal mála sem er nú í annað sinn komið á borð Alþingis er frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Áform um þjóðgarðinn má rekja til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en ekki er þó einhugur um málið innan stjórnarflokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gerðu fyrirvara við frumvarpið áður en það var afgreitt úr þingflokkunum. Verði það að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir miðhálendið, eða um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Tuttugu og fjögur sveitarfélög fara með skipulagsvald á miðhálendinu eða eiga þar réttindi. Lögðust sum þeirra mjög gegn málinu og töldu að verið væri að taka af þeim lögbundið skipulagsvald. Í nýju frumvarpi er reynt að koma til móts við sveitarfélögin og fellt brott ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð.vísir/Egill Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þessa málamiðlun duga skammt. „Samt sem áður er það nú þannig að ákvörðun um svæðis- og verndaráætlun er tekin í umdæmisráði sem er skipað fulltrúum ýmissa annarra heldur en viðkomandi sveitarfélags. Þannig að það eru fleiri en fulltrúar þess sveitarfélags, þar sem svæðið er, sem eru að taka ákvarðanir um ýmislegt sem varðar viðkomandi sveitarfélag.“ Sveitarstjórnin sé því enn mótfallin málinu. Ásta segir allt frá upphafi hafa skort greiningu á kostum og göllum þess að stofna þjóðgarð á svæðinu. „Miðað við nýlega ályktun er sveitarstjórn Bláskógabyggðar enn á móti því að það verði stofnaður þjóðgarður á miðhálendinu.“
Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Bláskógabyggð Hálendisþjóðgarður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira