Skólpi sleppt í sjó hjá hreinsistöðinni í Ánanaustum Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2020 11:28 Hreinsistöðin við Ánanaust. Veitur Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að búast megi við aukinni gerlamengun í sjónum á meðan á viðgerðinni stendur. Er mælst til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við hreinsistöðina á meðan ástandið varir. Skilti verði sett upp við stöðina og nálæga fjöru sem vari fólk við mögulegri gerlamengun. „Þrátt fyrir að megnið af skólpinu verði síað áður en því er veitt í sjó verður fylgst sérstaklega með fjörum í kringum hreinsistöðina í kjölfar viðgerðarinnar. Berist rusl í fjörur verða þær hreinsaðar af verktökum á vegum Veitna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú sem endranær hvattir til að nota ekki klósett sem ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Fráveitukerfið er sífellukerfi þar sem það vinnur allan sólarhringinn, alla daga ársins og rennslið í það stöðvast aldrei. Kerfið er hannað þannig að viss viðhaldsverk og viðgerðir verða ekki unnin nema að veita skólpinu í sjó á meðan. Margir þættir hafa áhrif á mengunina sem fylgir skólpi sem fer í sjó. Þar skiptir auðvitað magnið máli, hversu lengi það rennur í sjó, hversu blandað skólpið er hitaveitu- og yfirborðsvatni, veður og straumar í sjónum. Saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni og sólarljós brýtur þá niður. Gera má ráð fyrir að gerlamengun í sjónum og í grjótgörðunum í kringum stöðina vari ekki lengi eða í mesta lagi í hálfan sólarhring eftir að viðgerð lýkur. Send hefur verið tilkynning um viðgerðina til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sér um vöktun á mengun í strandsjó,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Umhverfismál Skólp Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að búast megi við aukinni gerlamengun í sjónum á meðan á viðgerðinni stendur. Er mælst til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við hreinsistöðina á meðan ástandið varir. Skilti verði sett upp við stöðina og nálæga fjöru sem vari fólk við mögulegri gerlamengun. „Þrátt fyrir að megnið af skólpinu verði síað áður en því er veitt í sjó verður fylgst sérstaklega með fjörum í kringum hreinsistöðina í kjölfar viðgerðarinnar. Berist rusl í fjörur verða þær hreinsaðar af verktökum á vegum Veitna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú sem endranær hvattir til að nota ekki klósett sem ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Fráveitukerfið er sífellukerfi þar sem það vinnur allan sólarhringinn, alla daga ársins og rennslið í það stöðvast aldrei. Kerfið er hannað þannig að viss viðhaldsverk og viðgerðir verða ekki unnin nema að veita skólpinu í sjó á meðan. Margir þættir hafa áhrif á mengunina sem fylgir skólpi sem fer í sjó. Þar skiptir auðvitað magnið máli, hversu lengi það rennur í sjó, hversu blandað skólpið er hitaveitu- og yfirborðsvatni, veður og straumar í sjónum. Saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni og sólarljós brýtur þá niður. Gera má ráð fyrir að gerlamengun í sjónum og í grjótgörðunum í kringum stöðina vari ekki lengi eða í mesta lagi í hálfan sólarhring eftir að viðgerð lýkur. Send hefur verið tilkynning um viðgerðina til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sér um vöktun á mengun í strandsjó,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Umhverfismál Skólp Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira