FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2020 11:16 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. Í yfirlýsingu frá FA segir að ráðherra sé að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags og að breyting sem fjallað er um í frumvarpinu muni leiða til þess að útboðsgjalds sem innflytjendur þurfi að greiða fyrir heimildir til að flytja inn búvörur án tolla muni hækka. Það muni leiða til hækkunar á verði innfluttra búvara og innlendri búvöru vegna minni samkeppni. Í yfirlýsingu á vef FA segir að síðastliðið vor hafi fyrsta útboðið verið haldið með nýrri aðferð, svokölluðu jafnvægisútboði, og við það hafi útboðsgjald vegna flestra tegunda búvara lækkað. FA Í greinargerð nýja frumvarpsins segir að innlend landbúnaðarframleiðsla hafi orðið fyrir tjóni vegna áhrifa frá faraldri nýju kórónuveirunnar. Innflutningur hafi haldist nær óbreyttur á meðan dregið hafi úr eftirspurn. „Því er afar líklegt að samdráttur í eftirspurn landbúnaðarafurða vegna fækkunar erlendra gesta lendi á miklu leyti á innlendri framleiðslu með tilheyrandi samdrætti í afurðatekjum. Nauðsynlegt þykir að takmarka áhrif kórónuveirufaraldursins og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir,“ segir í greinargerðinni. FA bendir á að fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór setti fram frumvarp um upptöku jafnvægisútboðs hafi staðið í greinargerð þess að markmiðiði væri að auka ábata neytenda með aukinni samkeppni og sömuleiðisi gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í yfirlýsingu félagsins að það sé því augljóslega markmiðið með því að hverfa frá breytingunni að hafa af neytendum þann ávinning sem þeir hafi haft af aukinni samkeppni. Með því sé stuðlað að hærra verði á matvöru á sama tíma og atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki og fjöldi fólks nái ekki endum saman. „Þetta frumvarp er með miklum ólíkindum. Fjöldi atvinnugreina hefur fengið mikinn skell vegna kórónaveirukreppunnar, en stjórnvöld hafa ekki gripið til sértækra aðgerða til að vernda einstakar greinar fyrir samkeppni, heldur vísað fyrirtækjum á almenn úrræði svo sem styrki og lán. Í tilviki landbúnaðarins á hins vegar að hindra samkeppni í greininni og láta innflutningsverslun og neytendur borga. Þetta er enn eitt dæmið um að stjórnvöld virðast í vasanum á sérhagsmunum í landbúnaði.“ Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í yfirlýsingu frá FA segir að ráðherra sé að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags og að breyting sem fjallað er um í frumvarpinu muni leiða til þess að útboðsgjalds sem innflytjendur þurfi að greiða fyrir heimildir til að flytja inn búvörur án tolla muni hækka. Það muni leiða til hækkunar á verði innfluttra búvara og innlendri búvöru vegna minni samkeppni. Í yfirlýsingu á vef FA segir að síðastliðið vor hafi fyrsta útboðið verið haldið með nýrri aðferð, svokölluðu jafnvægisútboði, og við það hafi útboðsgjald vegna flestra tegunda búvara lækkað. FA Í greinargerð nýja frumvarpsins segir að innlend landbúnaðarframleiðsla hafi orðið fyrir tjóni vegna áhrifa frá faraldri nýju kórónuveirunnar. Innflutningur hafi haldist nær óbreyttur á meðan dregið hafi úr eftirspurn. „Því er afar líklegt að samdráttur í eftirspurn landbúnaðarafurða vegna fækkunar erlendra gesta lendi á miklu leyti á innlendri framleiðslu með tilheyrandi samdrætti í afurðatekjum. Nauðsynlegt þykir að takmarka áhrif kórónuveirufaraldursins og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir,“ segir í greinargerðinni. FA bendir á að fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór setti fram frumvarp um upptöku jafnvægisútboðs hafi staðið í greinargerð þess að markmiðiði væri að auka ábata neytenda með aukinni samkeppni og sömuleiðisi gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í yfirlýsingu félagsins að það sé því augljóslega markmiðið með því að hverfa frá breytingunni að hafa af neytendum þann ávinning sem þeir hafi haft af aukinni samkeppni. Með því sé stuðlað að hærra verði á matvöru á sama tíma og atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki og fjöldi fólks nái ekki endum saman. „Þetta frumvarp er með miklum ólíkindum. Fjöldi atvinnugreina hefur fengið mikinn skell vegna kórónaveirukreppunnar, en stjórnvöld hafa ekki gripið til sértækra aðgerða til að vernda einstakar greinar fyrir samkeppni, heldur vísað fyrirtækjum á almenn úrræði svo sem styrki og lán. Í tilviki landbúnaðarins á hins vegar að hindra samkeppni í greininni og láta innflutningsverslun og neytendur borga. Þetta er enn eitt dæmið um að stjórnvöld virðast í vasanum á sérhagsmunum í landbúnaði.“
Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira