Knattspyrnukona fékk morðhótanir eftir að hún neitaði að heiðra Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 11:00 Paula Dapena situr í grasinu á meðan leikmenn áttu að heiðra minningu Diego Maradona. EPA-EFE/Amador Lorenzo Knattspyrnukonan Paula Dapena var ekki tilbúin að heiðra minningu knatttspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona og það hefur vakið mjög sterk viðbrögð. Paula Dapena spilar með Viajes InterRias FF í spænsku C-deildinni og fyrir æfingaleik á móti Deportivo La Coruna um helgina þá minntust leikmenn Maradona sem féll frá í síðustu viku. Það er það áttu allir leikmenn að minnast Maradona en Paula Dapena var ekki tilbúin í það. Hún settist niður í grasið og snéri sér í öfuga átt þegar liðin stilltu sér upp við miðjuhringinn. Dapena var ekki tilbúinn að líta framhjá því að Diego Maradona hafi verið sakaður um heimilisofbeldi árið 2014 þegar hann virtist slá til eiginkonu sinnar í myndbandi. Maradona neitaði þessum ásökunum, sagðist aðeins hafa hent símanum sínum og að hann myndi aldrei slá konu. „Það er ekki aðeins ég sem hef orðið fyrir áreiti heldur einnig liðsfélagar mínir,“ sagði Paula Dapena við ESPN. La de Paula Dapena ha dado la vuelta al mundo después de que la jugadora se negara a rendir homenaje a Maradona. pic.twitter.com/IfAPpkqiqt— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 30, 2020 „Við höfum fengið morðhótanir og skilaboð eins og: Ég ætla að leita uppi heimilisfangið þitt, koma þangað og fótbrjóta þig á báðum,“ sagði Dapena. Dapena er áhugakona í knattspyrnu og starfar sem kennari. Hún sagði það hefði verið „hræsnisfullt“ af sér að gleyma fortíð Maradona. „Það er hræsnisfullt að vera með mínútu þögn fyrir Maradona sem var þekktur fyrir að vera misþyrma konum en ekki minnast fórnarlamba ofbeldis gegn konum,“ sagði Dapena en Maradona dó á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum,“ sagði Dapena. „Fráfall Maradona skyggði algjörlega á þann dag. Við fórum frá því að hafa sviðsljósið á dauða allra þessara kvenna í það að hafa það á Maradona og hversu mikil fyrirmynd hann var fyrir alla,“ sagði Dapena. Hún sagði vera mjög hissa á því að hún hafi verið eina konan sem neitaði að heiðra minningu Maradona. „Maradona var frábær fótboltamaður með ótrúlega hæfileika. Fyrir utan það var hann allt annað en góð fyrirmynd,“ sagði Paula Dapena Andlát Diegos Maradona Spænski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira
Paula Dapena spilar með Viajes InterRias FF í spænsku C-deildinni og fyrir æfingaleik á móti Deportivo La Coruna um helgina þá minntust leikmenn Maradona sem féll frá í síðustu viku. Það er það áttu allir leikmenn að minnast Maradona en Paula Dapena var ekki tilbúin í það. Hún settist niður í grasið og snéri sér í öfuga átt þegar liðin stilltu sér upp við miðjuhringinn. Dapena var ekki tilbúinn að líta framhjá því að Diego Maradona hafi verið sakaður um heimilisofbeldi árið 2014 þegar hann virtist slá til eiginkonu sinnar í myndbandi. Maradona neitaði þessum ásökunum, sagðist aðeins hafa hent símanum sínum og að hann myndi aldrei slá konu. „Það er ekki aðeins ég sem hef orðið fyrir áreiti heldur einnig liðsfélagar mínir,“ sagði Paula Dapena við ESPN. La de Paula Dapena ha dado la vuelta al mundo después de que la jugadora se negara a rendir homenaje a Maradona. pic.twitter.com/IfAPpkqiqt— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 30, 2020 „Við höfum fengið morðhótanir og skilaboð eins og: Ég ætla að leita uppi heimilisfangið þitt, koma þangað og fótbrjóta þig á báðum,“ sagði Dapena. Dapena er áhugakona í knattspyrnu og starfar sem kennari. Hún sagði það hefði verið „hræsnisfullt“ af sér að gleyma fortíð Maradona. „Það er hræsnisfullt að vera með mínútu þögn fyrir Maradona sem var þekktur fyrir að vera misþyrma konum en ekki minnast fórnarlamba ofbeldis gegn konum,“ sagði Dapena en Maradona dó á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum,“ sagði Dapena. „Fráfall Maradona skyggði algjörlega á þann dag. Við fórum frá því að hafa sviðsljósið á dauða allra þessara kvenna í það að hafa það á Maradona og hversu mikil fyrirmynd hann var fyrir alla,“ sagði Dapena. Hún sagði vera mjög hissa á því að hún hafi verið eina konan sem neitaði að heiðra minningu Maradona. „Maradona var frábær fótboltamaður með ótrúlega hæfileika. Fyrir utan það var hann allt annað en góð fyrirmynd,“ sagði Paula Dapena
Andlát Diegos Maradona Spænski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Sjá meira