Kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu vísað frá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 17:50 Merkin sem lögreglukonan sást bera á umræddri mynd vöktu töluverða umræðu en Þórhildur Sunna fór í framhaldinu fram á að meintir kynþáttafordómar innan lögreglunnar yrðu ræddir í þingnefnd. Eggert Jóhannesson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem varðar ummæli sem hún lét falla á þinginu þann 21. október. Ummæli Þórhildar Sunnu vörðuðu viðbrögð hennar við umfjöllun um þýðingu merkja sem lögreglukona hafði borið við skyldustörf á sáust á ljósmynd sem birtist af henni við frétt mbl.is. Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira