Fólk hafi meginmarkmið sóttvarna í huga í desember Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 15:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Horfa verður til meginmarkmiða sóttvarnaaðgerða þegar ákvarðanir eru teknar um mannamót í desember, frekar en einstaka regla. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en yfirvöld hafa hvatt fólk til að velja sér „jólavini“ til að draga úr smithættu. Á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins var mönnum tíðrætt um „jólakúlur“, þ.e. að fólk ímyndaði sér sig og útvalda í kúlu yfir jólin. Reglur gera hins vegar ráð fyrir tíu manna samkomutakmörkunum og því spyrja margir sig hvort leyfilegt sé að hitta tíu manns í einu jólaboði og tíu í öðru. „Nei, það er grunnprinsippið í þessum smitvörnum sem við erum að fylgja að við erum að reyna að umgangast eins fáa og mögulegt er,“ svarar Þórólfur í samtali við Vísi. „Það að fara bara eftir tíu manna reglunni og tveggja metra reglunni en hitta mjög marga hópa hvern á fætur öðrum þar sem eru ólíkir einstaklingar... það samrýmist ekki þessum grundvallar sýkingarvörnum sem við erum að predika.“ Ráðleggingar varðandi jólahald hafa verið birtar á upplýsingasvæðinu Covid.is en Þórólfur segir um að ræða „lifandi skjal“, sem verði uppfært eftir því sem tilefni gefa til. Endurskoða mögulega bólusetningu barna Hefð fyrir mannamótum um jólin og sú staðreynd að menn eygja nú ljós við enda ganganna vekja áhyggur af því að fólk fari að slaka á í sóttvörnum en Þórólfur segir nokkurn tíma í að við sjáum fyrir endann á þeim. Í fyrsta lagi þurfi að bólusetja alla tvisvar og þá sé ljóst að bólusetning forgangshópa muni ekki duga til að ná því hjarðónæmi sem þarf til. „Við þurfum að fá svolítið gott hjarðónæmi í þjóðina áður en við getum verið viss um að veiran nái ekki að breiða úr sér. Vörnin næst þegar 60% af þjóðinni hefur verið bólusett, ef við áætlum að bóluefnin virki 90% eða betur. Þannig að þetta getur tekið svolítinn tíma að aflétta öllum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Spurður um þá ákvörðun að bólusetja ekki börn fædd 2006 og seinna, sérstaklega í ljósi þeirra alvarlegu aukaverkana sem sum upplifa í kjölfar Covid-19 sýkingar, segir Þórólfur hana mögulega verða endurskoðaða. Vísir greindi frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði fengið svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar Covid-19 veikinda en hann var áður við fulla heilsu. „Nú vitum við ekki nákvæmlega hverjar líkurar eru á að barn fái þessa aukaverkun eftir sýkingu. Það á eftir að koma betur í ljós,“ segir Þórólfur. „Þá þarf að vega og meta hvort það borgar sig að bólusetja öll börn til að koma í veg fyrir aukaverkunina. En vel að merkja, ef við náum að bólusetja eldri aldurshópa mjög vel, þá á staðan í samfélaginu að vera þannig að veiran nær sér ekki á strik og þar með eru börnin líka varin.“ Þetta þurfi þó að skoða miklu betur. Eitt bóluefni nægir Nokkur fyrirtæki keppast nú um að koma bóluefni á markað. Aðferðafræðin við hönnun og útfærslu bóluefnanna er ólík og því vaknar sú spurning hvort fólk ætti að láta bólusetja sig með fleiri en einu efni þegar framboðið er farið að halda í við eftirspurnina. „Það er enginn tilgangur í því í sjálfu sér því þessi bóluefni eru byggð upp eins; það er að segja til að framkalla mótefnasvar á sama yfirborðsvaka veirunnar. Þannig að það væri enginn tilgangur í því. Nema það komi í ljós að það sé einhver gríðarlegur munur milli bóluefna,“ svarar Þórólfur. Hvað varðar þróun smitvarna á landamærunum í kjölfar bólusetninga segir Þórólfur tímann verða að leiða í ljós hvernig fer. Líklega verði að taka tillit til margra þátta á landamærunum í fyllingu tímans en erlend vottorð um yfirstaðin Covid-19 veikindi verði t.d. tekin gild frá 10. desember. Spurður að því hvort til greina komi að horfa til þess hvaðan fólk er að koma, hvort það sé til dæmis að koma frá löndum þar sem þátttaka í bólusetningu sé dræm, segir hann réttara að ráða vottorð gilda. „Ég held það verði að horfa til einstaklingsbundinna þátta frekar en hvað er að gerast í öllu samfélaginu. Það er óréttlátt,“ segir hann. „Ef bólusetning er 50% þá verður að horfa til þess einstaklingsbundið hvaða 50% hafa fengið bólusetningu frekar en að láta eitt yfir alla ganga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust innanlands Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. 30. nóvember 2020 10:55 Svona var 142. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 30. nóvember 2020 10:21 „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Á upplýsingafundi um stöðu Covid-19 faraldursins var mönnum tíðrætt um „jólakúlur“, þ.e. að fólk ímyndaði sér sig og útvalda í kúlu yfir jólin. Reglur gera hins vegar ráð fyrir tíu manna samkomutakmörkunum og því spyrja margir sig hvort leyfilegt sé að hitta tíu manns í einu jólaboði og tíu í öðru. „Nei, það er grunnprinsippið í þessum smitvörnum sem við erum að fylgja að við erum að reyna að umgangast eins fáa og mögulegt er,“ svarar Þórólfur í samtali við Vísi. „Það að fara bara eftir tíu manna reglunni og tveggja metra reglunni en hitta mjög marga hópa hvern á fætur öðrum þar sem eru ólíkir einstaklingar... það samrýmist ekki þessum grundvallar sýkingarvörnum sem við erum að predika.“ Ráðleggingar varðandi jólahald hafa verið birtar á upplýsingasvæðinu Covid.is en Þórólfur segir um að ræða „lifandi skjal“, sem verði uppfært eftir því sem tilefni gefa til. Endurskoða mögulega bólusetningu barna Hefð fyrir mannamótum um jólin og sú staðreynd að menn eygja nú ljós við enda ganganna vekja áhyggur af því að fólk fari að slaka á í sóttvörnum en Þórólfur segir nokkurn tíma í að við sjáum fyrir endann á þeim. Í fyrsta lagi þurfi að bólusetja alla tvisvar og þá sé ljóst að bólusetning forgangshópa muni ekki duga til að ná því hjarðónæmi sem þarf til. „Við þurfum að fá svolítið gott hjarðónæmi í þjóðina áður en við getum verið viss um að veiran nái ekki að breiða úr sér. Vörnin næst þegar 60% af þjóðinni hefur verið bólusett, ef við áætlum að bóluefnin virki 90% eða betur. Þannig að þetta getur tekið svolítinn tíma að aflétta öllum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Spurður um þá ákvörðun að bólusetja ekki börn fædd 2006 og seinna, sérstaklega í ljósi þeirra alvarlegu aukaverkana sem sum upplifa í kjölfar Covid-19 sýkingar, segir Þórólfur hana mögulega verða endurskoðaða. Vísir greindi frá því í gær að sjö ára íslenskur drengur í Svíþjóð hefði fengið svokallað bráðabólguheilkenni í kjölfar Covid-19 veikinda en hann var áður við fulla heilsu. „Nú vitum við ekki nákvæmlega hverjar líkurar eru á að barn fái þessa aukaverkun eftir sýkingu. Það á eftir að koma betur í ljós,“ segir Þórólfur. „Þá þarf að vega og meta hvort það borgar sig að bólusetja öll börn til að koma í veg fyrir aukaverkunina. En vel að merkja, ef við náum að bólusetja eldri aldurshópa mjög vel, þá á staðan í samfélaginu að vera þannig að veiran nær sér ekki á strik og þar með eru börnin líka varin.“ Þetta þurfi þó að skoða miklu betur. Eitt bóluefni nægir Nokkur fyrirtæki keppast nú um að koma bóluefni á markað. Aðferðafræðin við hönnun og útfærslu bóluefnanna er ólík og því vaknar sú spurning hvort fólk ætti að láta bólusetja sig með fleiri en einu efni þegar framboðið er farið að halda í við eftirspurnina. „Það er enginn tilgangur í því í sjálfu sér því þessi bóluefni eru byggð upp eins; það er að segja til að framkalla mótefnasvar á sama yfirborðsvaka veirunnar. Þannig að það væri enginn tilgangur í því. Nema það komi í ljós að það sé einhver gríðarlegur munur milli bóluefna,“ svarar Þórólfur. Hvað varðar þróun smitvarna á landamærunum í kjölfar bólusetninga segir Þórólfur tímann verða að leiða í ljós hvernig fer. Líklega verði að taka tillit til margra þátta á landamærunum í fyllingu tímans en erlend vottorð um yfirstaðin Covid-19 veikindi verði t.d. tekin gild frá 10. desember. Spurður að því hvort til greina komi að horfa til þess hvaðan fólk er að koma, hvort það sé til dæmis að koma frá löndum þar sem þátttaka í bólusetningu sé dræm, segir hann réttara að ráða vottorð gilda. „Ég held það verði að horfa til einstaklingsbundinna þátta frekar en hvað er að gerast í öllu samfélaginu. Það er óréttlátt,“ segir hann. „Ef bólusetning er 50% þá verður að horfa til þess einstaklingsbundið hvaða 50% hafa fengið bólusetningu frekar en að láta eitt yfir alla ganga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust innanlands Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. 30. nóvember 2020 10:55 Svona var 142. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 30. nóvember 2020 10:21 „Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Átta greindust innanlands Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru þrír í sóttkví, en fimm ekki. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. 41 er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu. Í gær voru 42 á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. 30. nóvember 2020 10:55
Svona var 142. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 30. nóvember 2020 10:21
„Það er enginn að biðja fólk um að sitja lokað inni og hafa ekki samskipti við nokkurn mann“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana. 30. nóvember 2020 08:37