Írar boða umfangsmiklar tilslakanir í næstu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 10:13 Á föstudaginn verður veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram nema boðið sé upp á heimsendingu eða að taka með. Getty/Artur Widak Írsk stjórnvöld hafa ákveðið að draga verulega úr aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá og með þriðjudegi í næstu viku má opna verslanir á nýjan leik, sem og hárgreiðslustofur, söfn og bókasöfn svo fátt eitt sé nefnt. Strangar aðgerðir hafa verið í gildi á Írlandi í næstum sex vikur. Útgöngubann hefur verið í gildi og svo gott sem allt hefur verið lokað fyrir utan skóla og menntastofnanir og þá hafa byggingaframkvæmdir haldið áfram. Frá 1. desember, sem er á þriðjudag, verður almenningi einnig heimilt að sækja kirkju eða aðrar trúarstofnanir og að spila golf og tennis að því er fram kemur í frétt BBC um afléttingu takmarkana. Áfram verða þó í gildi takmarkanir á landamærum en Írum er ekki ráðlagt að ferðast til útlanda að nauðsynjalausu. Þá taka gildi enn frekari tilslakanir á föstudaginn þegar veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, verður heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram. Það hefur verið rólegt yfir á götum Belfast undanfarnar vikur. Búist er við að reglur um ferðalög til Norður-Írlands verði endurskoðaðar þegar nær dregur jólum.Getty/Peter Morrison Írski landlæknirinn, Tony Holohan hefur varað ríkisstjórnina við því að þriðja bylgja faraldursins gæti orðið jafnvel enn banvænni en síðasta bylgjan. Jafnvel miðað við bjartsýnustu sviðsmyndir geti útbreiðsla veirunnar í janúar verið nógu mikil til að „hafa í för með sér raunverulega og umfangsmikla ógn gagnvart yfirstandandi baráttu um að standa vörð um almannaheilbrigði og viðkvæma hópa, heilbrigðis- og velferðarþjónustu og um menntakerfið,“ segir í bréfi Holohan til ríkisstjórnarinnar sem The Irish Times greinir frá. Þá varar Holohan og viðbragðsteymi írskra heilbrigðisyfirvalda sérstaklega við ferðalögum um landamæri. Samkvæmt áætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir enn frekari tilslökunum frá 18. desember til 6. janúar en á því tímabili verður fólki heimilt að heimsækja fjölskyldu og vini. Í mesta lagi mega þó koma saman fjölskyldur og vinir af þremur heimilum í einu. Þá er gert ráð fyrir að stjórnvöld muni endurskoða reglur um ferðalög til Norður-Írlands þegar nær dregur 18. desember. Írland Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Strangar aðgerðir hafa verið í gildi á Írlandi í næstum sex vikur. Útgöngubann hefur verið í gildi og svo gott sem allt hefur verið lokað fyrir utan skóla og menntastofnanir og þá hafa byggingaframkvæmdir haldið áfram. Frá 1. desember, sem er á þriðjudag, verður almenningi einnig heimilt að sækja kirkju eða aðrar trúarstofnanir og að spila golf og tennis að því er fram kemur í frétt BBC um afléttingu takmarkana. Áfram verða þó í gildi takmarkanir á landamærum en Írum er ekki ráðlagt að ferðast til útlanda að nauðsynjalausu. Þá taka gildi enn frekari tilslakanir á föstudaginn þegar veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, verður heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram. Það hefur verið rólegt yfir á götum Belfast undanfarnar vikur. Búist er við að reglur um ferðalög til Norður-Írlands verði endurskoðaðar þegar nær dregur jólum.Getty/Peter Morrison Írski landlæknirinn, Tony Holohan hefur varað ríkisstjórnina við því að þriðja bylgja faraldursins gæti orðið jafnvel enn banvænni en síðasta bylgjan. Jafnvel miðað við bjartsýnustu sviðsmyndir geti útbreiðsla veirunnar í janúar verið nógu mikil til að „hafa í för með sér raunverulega og umfangsmikla ógn gagnvart yfirstandandi baráttu um að standa vörð um almannaheilbrigði og viðkvæma hópa, heilbrigðis- og velferðarþjónustu og um menntakerfið,“ segir í bréfi Holohan til ríkisstjórnarinnar sem The Irish Times greinir frá. Þá varar Holohan og viðbragðsteymi írskra heilbrigðisyfirvalda sérstaklega við ferðalögum um landamæri. Samkvæmt áætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir enn frekari tilslökunum frá 18. desember til 6. janúar en á því tímabili verður fólki heimilt að heimsækja fjölskyldu og vini. Í mesta lagi mega þó koma saman fjölskyldur og vinir af þremur heimilum í einu. Þá er gert ráð fyrir að stjórnvöld muni endurskoða reglur um ferðalög til Norður-Írlands þegar nær dregur 18. desember.
Írland Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira