Sjö voru um borð í skipinu en áhöfnin náði að slökkva eldinn skömmu eftir að neyðarkall barst frá skipinu. Björgunarþyrla frá Færeyjum var kölluð út en þurfti frá að hverfa samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Ásamt varðskipinu Þór var færeyska varðskipið Brimill sent til móts við skipið. Lagt var upp með að Brimill myndi draga skipið til Færeyja, sem var vélarvana eftir eldsvoðann.