Föstudagsbölvun Crystal Palace heldur áfram 27. nóvember 2020 22:48 Gary Cahill trúir ekki sínum eigin augum í kvöld. Clive Rose/Getty Images Crystal Palace gengur ekki vel að vinna leiki á föstudögum og sú bölvun hélt áfram í kvöld. Crystal Palace og Newcastle mættust í fyrsta leik helgarinnar í enska boltanum. Leikið var á Selhurst Park í kvöld og bæði mörk Newcastle í 2-0 sigrinum komu á síðustu þremur mínútunum. Bæði lið fengu hálf færi í fyrri hálfleiknum en ekki voru þó sköpuð mörg opin tækifæri. Markalaust í hálfleik. Örlítið meira líf færðist í leikinn í síðari hálfleik og Crystal Palace voru ívið líklegri en þeir náðu ekki að skora. Fyrsta mark leiksins kom þó í hinum enda vallarins á 88. mínútu. Eftir gott spil Callum Wilson og Joelinton þá kom Wilson boltanum í netið og kom Newcastle yfir. Einungis tveimur mínútum síðar skoraði Joelinton sjálfur og tryggði Newcastle 2-0 sigur. Palace hefur því ekki unnið síðustu þrettán leiki sem liðið hefur spilað á föstudögum; fimm töp og átta jafntefli en liðið er í þrettánda sætinu með þrettán stig. Newcastle er í tíunda sætinu með fjórtán stig. Enski boltinn
Crystal Palace gengur ekki vel að vinna leiki á föstudögum og sú bölvun hélt áfram í kvöld. Crystal Palace og Newcastle mættust í fyrsta leik helgarinnar í enska boltanum. Leikið var á Selhurst Park í kvöld og bæði mörk Newcastle í 2-0 sigrinum komu á síðustu þremur mínútunum. Bæði lið fengu hálf færi í fyrri hálfleiknum en ekki voru þó sköpuð mörg opin tækifæri. Markalaust í hálfleik. Örlítið meira líf færðist í leikinn í síðari hálfleik og Crystal Palace voru ívið líklegri en þeir náðu ekki að skora. Fyrsta mark leiksins kom þó í hinum enda vallarins á 88. mínútu. Eftir gott spil Callum Wilson og Joelinton þá kom Wilson boltanum í netið og kom Newcastle yfir. Einungis tveimur mínútum síðar skoraði Joelinton sjálfur og tryggði Newcastle 2-0 sigur. Palace hefur því ekki unnið síðustu þrettán leiki sem liðið hefur spilað á föstudögum; fimm töp og átta jafntefli en liðið er í þrettánda sætinu með þrettán stig. Newcastle er í tíunda sætinu með fjórtán stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti