Næsta skref til jafnréttis – tækifærið er núna Drífa Snædal skrifar 27. nóvember 2020 14:30 Við erum í dauðafæri að taka næsta skref í jafnréttismálum með samþykkt nýrra laga um fæðingarorlof. Ísland braut blað árið 2000 í framsýni þegar ákveðnir mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri um sig. Það var umdeilt hér innanlands og talað um forræðishyggju, en þegar upp var staðið voru þetta lög sem við vorum stolt af og kynntum sem jafnréttismál um heim allan. Þau voru okkar framlag til jafnréttis á alþjóðavettvangi, höfðu jákvæð áhrif á stöðu kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði og ekki síst á vellíðan og tengslamyndun barna við báða foreldra. Önnur lönd lærðu af okkar framsýni og mörg fetuðu sömu slóð. Núgildandi lög skilyrða þriðjung til hvors foreldris, með frumvarpinu er 41% skilyrt – hófsamari skref í átt til jafnréttis er varla hægt að stíga og er það gert samhliða lengingu heildarorlofs. Í þeim heimi kynjamisréttis sem við búum í enn í dag er það nefnilega svo að í langflestum gagnkynhneigðum samböndum tekur konan það orlof sem er til skiptanna. Þetta á sér rætur í bæði í menningarbundnum þáttum og í kynbundnum launamun og á sér í lagi við um konur sem eru með lægri laun eða í námi. Jafnréttishugmyndin fer fyrir lítið og karlar verða af þessum dýrmætu mánuðum í fæðingarorlofi. Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Byggjum á reynslu og rannsóknum og verum framsýn. Þetta er þó ekki síðasta skrefið í að byggja upp gott fæðingarorlofskerfi. Skerðingar eru enn of miklar, sérstaklega gagnvart láglaunafólki og lægstu greiðslur alltof lágar. En frumvarpið eins og það liggur nú fyrir er sannarlega skref í rétta átt. Nýtum tækifærið sem við höfum núna! Að lokum vil ég minna á samstöðu með starfsfólki Amazon í gegnum þátttöku í alþjóðlegri herferð undir slagorðinu „látum Amazon borga“, en eitt stærsta fyrirtæki veraldar sem malar gull um þessar mundir býður uppá óboðlegar vinnuaðstæður, neitar starfsfólki um þátttöku í stéttarfélögum og kemur sér hjá því að greiða skatta. Sýnum samstöðu og verslum ekki við Amazon í dag. Nánari upplýsingar um átakið má finna á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Við erum í dauðafæri að taka næsta skref í jafnréttismálum með samþykkt nýrra laga um fæðingarorlof. Ísland braut blað árið 2000 í framsýni þegar ákveðnir mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri um sig. Það var umdeilt hér innanlands og talað um forræðishyggju, en þegar upp var staðið voru þetta lög sem við vorum stolt af og kynntum sem jafnréttismál um heim allan. Þau voru okkar framlag til jafnréttis á alþjóðavettvangi, höfðu jákvæð áhrif á stöðu kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði og ekki síst á vellíðan og tengslamyndun barna við báða foreldra. Önnur lönd lærðu af okkar framsýni og mörg fetuðu sömu slóð. Núgildandi lög skilyrða þriðjung til hvors foreldris, með frumvarpinu er 41% skilyrt – hófsamari skref í átt til jafnréttis er varla hægt að stíga og er það gert samhliða lengingu heildarorlofs. Í þeim heimi kynjamisréttis sem við búum í enn í dag er það nefnilega svo að í langflestum gagnkynhneigðum samböndum tekur konan það orlof sem er til skiptanna. Þetta á sér rætur í bæði í menningarbundnum þáttum og í kynbundnum launamun og á sér í lagi við um konur sem eru með lægri laun eða í námi. Jafnréttishugmyndin fer fyrir lítið og karlar verða af þessum dýrmætu mánuðum í fæðingarorlofi. Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Byggjum á reynslu og rannsóknum og verum framsýn. Þetta er þó ekki síðasta skrefið í að byggja upp gott fæðingarorlofskerfi. Skerðingar eru enn of miklar, sérstaklega gagnvart láglaunafólki og lægstu greiðslur alltof lágar. En frumvarpið eins og það liggur nú fyrir er sannarlega skref í rétta átt. Nýtum tækifærið sem við höfum núna! Að lokum vil ég minna á samstöðu með starfsfólki Amazon í gegnum þátttöku í alþjóðlegri herferð undir slagorðinu „látum Amazon borga“, en eitt stærsta fyrirtæki veraldar sem malar gull um þessar mundir býður uppá óboðlegar vinnuaðstæður, neitar starfsfólki um þátttöku í stéttarfélögum og kemur sér hjá því að greiða skatta. Sýnum samstöðu og verslum ekki við Amazon í dag. Nánari upplýsingar um átakið má finna á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar