Næsta skref til jafnréttis – tækifærið er núna Drífa Snædal skrifar 27. nóvember 2020 14:30 Við erum í dauðafæri að taka næsta skref í jafnréttismálum með samþykkt nýrra laga um fæðingarorlof. Ísland braut blað árið 2000 í framsýni þegar ákveðnir mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri um sig. Það var umdeilt hér innanlands og talað um forræðishyggju, en þegar upp var staðið voru þetta lög sem við vorum stolt af og kynntum sem jafnréttismál um heim allan. Þau voru okkar framlag til jafnréttis á alþjóðavettvangi, höfðu jákvæð áhrif á stöðu kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði og ekki síst á vellíðan og tengslamyndun barna við báða foreldra. Önnur lönd lærðu af okkar framsýni og mörg fetuðu sömu slóð. Núgildandi lög skilyrða þriðjung til hvors foreldris, með frumvarpinu er 41% skilyrt – hófsamari skref í átt til jafnréttis er varla hægt að stíga og er það gert samhliða lengingu heildarorlofs. Í þeim heimi kynjamisréttis sem við búum í enn í dag er það nefnilega svo að í langflestum gagnkynhneigðum samböndum tekur konan það orlof sem er til skiptanna. Þetta á sér rætur í bæði í menningarbundnum þáttum og í kynbundnum launamun og á sér í lagi við um konur sem eru með lægri laun eða í námi. Jafnréttishugmyndin fer fyrir lítið og karlar verða af þessum dýrmætu mánuðum í fæðingarorlofi. Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Byggjum á reynslu og rannsóknum og verum framsýn. Þetta er þó ekki síðasta skrefið í að byggja upp gott fæðingarorlofskerfi. Skerðingar eru enn of miklar, sérstaklega gagnvart láglaunafólki og lægstu greiðslur alltof lágar. En frumvarpið eins og það liggur nú fyrir er sannarlega skref í rétta átt. Nýtum tækifærið sem við höfum núna! Að lokum vil ég minna á samstöðu með starfsfólki Amazon í gegnum þátttöku í alþjóðlegri herferð undir slagorðinu „látum Amazon borga“, en eitt stærsta fyrirtæki veraldar sem malar gull um þessar mundir býður uppá óboðlegar vinnuaðstæður, neitar starfsfólki um þátttöku í stéttarfélögum og kemur sér hjá því að greiða skatta. Sýnum samstöðu og verslum ekki við Amazon í dag. Nánari upplýsingar um átakið má finna á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við erum í dauðafæri að taka næsta skref í jafnréttismálum með samþykkt nýrra laga um fæðingarorlof. Ísland braut blað árið 2000 í framsýni þegar ákveðnir mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri um sig. Það var umdeilt hér innanlands og talað um forræðishyggju, en þegar upp var staðið voru þetta lög sem við vorum stolt af og kynntum sem jafnréttismál um heim allan. Þau voru okkar framlag til jafnréttis á alþjóðavettvangi, höfðu jákvæð áhrif á stöðu kynjanna inni á heimilum og á vinnumarkaði og ekki síst á vellíðan og tengslamyndun barna við báða foreldra. Önnur lönd lærðu af okkar framsýni og mörg fetuðu sömu slóð. Núgildandi lög skilyrða þriðjung til hvors foreldris, með frumvarpinu er 41% skilyrt – hófsamari skref í átt til jafnréttis er varla hægt að stíga og er það gert samhliða lengingu heildarorlofs. Í þeim heimi kynjamisréttis sem við búum í enn í dag er það nefnilega svo að í langflestum gagnkynhneigðum samböndum tekur konan það orlof sem er til skiptanna. Þetta á sér rætur í bæði í menningarbundnum þáttum og í kynbundnum launamun og á sér í lagi við um konur sem eru með lægri laun eða í námi. Jafnréttishugmyndin fer fyrir lítið og karlar verða af þessum dýrmætu mánuðum í fæðingarorlofi. Markmið laganna er að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Byggjum á reynslu og rannsóknum og verum framsýn. Þetta er þó ekki síðasta skrefið í að byggja upp gott fæðingarorlofskerfi. Skerðingar eru enn of miklar, sérstaklega gagnvart láglaunafólki og lægstu greiðslur alltof lágar. En frumvarpið eins og það liggur nú fyrir er sannarlega skref í rétta átt. Nýtum tækifærið sem við höfum núna! Að lokum vil ég minna á samstöðu með starfsfólki Amazon í gegnum þátttöku í alþjóðlegri herferð undir slagorðinu „látum Amazon borga“, en eitt stærsta fyrirtæki veraldar sem malar gull um þessar mundir býður uppá óboðlegar vinnuaðstæður, neitar starfsfólki um þátttöku í stéttarfélögum og kemur sér hjá því að greiða skatta. Sýnum samstöðu og verslum ekki við Amazon í dag. Nánari upplýsingar um átakið má finna á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun