Varamaðurinn Cavani lykillinn að endurkomu United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 16:00 Leikmenn Man United fagna sigurmarki Cavani í dag. Mike Hewitt/Getty Images Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. Heimamenn í Southampton hófu leikinn af krafti og virkuðu mun sprækari en gestirnir frá Manchester. Á 23. mínútu leiksins fengu heimamenn hornspyrnu sem James Ward-Prowse tók. Spyrnan var góð og fór beint á nærsvæðið þar sem Jan Bednarek stökk manna hæst og skallaði í netið. Tíu mínútum síðar var dæmd aukaspyrna á gestina rétt fyrir utan teig. Ward-Prowse er betri en flestir í slíkum spyrnum og skrúfaði hann boltann alveg út við stöng og staðan orðin 2-0 þegar rétt rúmur hálftími var liðinn. One corner assist. One free-kick goal.James Ward-Prowse is pinpoint pic.twitter.com/mszwtI0tIB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 David De Gea – markvörður Man United – small illa á stönginni er hann reyndi að verja skot Ward-Prowse. Því þurfti hann að yfirgefa völlinn í hálfleik, í hans stað kom Dean Henderson. Cavani kom einnig inn af bekknum í hálfleik og sá átti eftir að breyta leiknum. Hann lagði upp fyrsta mark gestanna sem Bruno Fernandes skoraði á 59. mínútu. Cavani sjálfur flikkaði svo boltanum í netið eftir að Fernandes átti skot í varnarmann og staðan óvænt orðin 2-2 á 74. mínútu. Cavani fullkomnaði svo endurkomuna og stigin þrjú er hann stangaði fyrirgjöf Marcus Rashford í netið í uppbótartíma. Lokatölur 3-2 Man United í vil og 8. útisigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni staðreynd. Það er met. Edinson Cavani s game by numbers vs. Southampton [50 mins played]:83% pass accuracy 4 shots [2 on target]3 ball recoveries 2 tackles won 2 goals 1 assist Unbelievable. pic.twitter.com/RTPCtz4Ctb— Statman Dave (@StatmanDave) November 29, 2020 Man Utd er nú komið upp í 7. sæti deildarinnar með 16 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær eiga hins vegar leik til góða. Enski boltinn
Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani. Heimamenn í Southampton hófu leikinn af krafti og virkuðu mun sprækari en gestirnir frá Manchester. Á 23. mínútu leiksins fengu heimamenn hornspyrnu sem James Ward-Prowse tók. Spyrnan var góð og fór beint á nærsvæðið þar sem Jan Bednarek stökk manna hæst og skallaði í netið. Tíu mínútum síðar var dæmd aukaspyrna á gestina rétt fyrir utan teig. Ward-Prowse er betri en flestir í slíkum spyrnum og skrúfaði hann boltann alveg út við stöng og staðan orðin 2-0 þegar rétt rúmur hálftími var liðinn. One corner assist. One free-kick goal.James Ward-Prowse is pinpoint pic.twitter.com/mszwtI0tIB— B/R Football (@brfootball) November 29, 2020 David De Gea – markvörður Man United – small illa á stönginni er hann reyndi að verja skot Ward-Prowse. Því þurfti hann að yfirgefa völlinn í hálfleik, í hans stað kom Dean Henderson. Cavani kom einnig inn af bekknum í hálfleik og sá átti eftir að breyta leiknum. Hann lagði upp fyrsta mark gestanna sem Bruno Fernandes skoraði á 59. mínútu. Cavani sjálfur flikkaði svo boltanum í netið eftir að Fernandes átti skot í varnarmann og staðan óvænt orðin 2-2 á 74. mínútu. Cavani fullkomnaði svo endurkomuna og stigin þrjú er hann stangaði fyrirgjöf Marcus Rashford í netið í uppbótartíma. Lokatölur 3-2 Man United í vil og 8. útisigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni staðreynd. Það er met. Edinson Cavani s game by numbers vs. Southampton [50 mins played]:83% pass accuracy 4 shots [2 on target]3 ball recoveries 2 tackles won 2 goals 1 assist Unbelievable. pic.twitter.com/RTPCtz4Ctb— Statman Dave (@StatmanDave) November 29, 2020 Man Utd er nú komið upp í 7. sæti deildarinnar með 16 stig, fimm stigum minna en topplið Liverpool. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær eiga hins vegar leik til góða.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti