Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. nóvember 2020 14:30 VAR mikið notað í dag vísir/Getty Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. Jurgen Klopp stillti upp leikmönnum á borð við Nathaniel Phillips, Neco Williams, James Milner og Takumi Minamino í byrjunarliðinu í dag en Sadio Mane og Jordan Henderson voru meðal varamanna. Franski sóknarmaðurinn Neal Maupay stal senunni í fyrri hálfleik á slæman hátt þar sem hann brenndi af vítaspyrnu á 20.mínútu og þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla skömmu síðar. Maupay setti boltann framhjá markinu. Mohamed Salah virtist vera að koma Liverpool yfir á 34.mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að hafa verið skoðað í VAR. Markalaust í leikhléi. Ekkert var skorað fyrr en á 60.mínútu þegar Portúgalinn óstöðvandi Diogo Jota skoraði eftir sendingu frá Salah. Liverpool menn töldu svo Mane vera að tryggja þeim sigur þegar hann skallaði aukaspyrnu Andy Robertson í netið á 83.mínútu en eftir að markið hafði verið skoðað af VAR, var það dæmt af vegna rangstöðu. Á fyrstu mínútu uppbótartíma dró heldur betur til tíðinda þegar vítaspyrna var dæmd á Robertson eftir að VAR hafði vakið athygli á því þegar Skotinn sparkaði í Danny Welbeck innan vítateigs. Pascal Gross steig á vítapunktinn í þetta skiptið og skoraði af öryggi framhjá Alisson. Lokatölur 1-1 og vandræðagangur meistaranna á útivelli heldur áfram en þrátt fyrir það kom Liverpool sér á toppinn, um stundarsakir hið minnsta. Enski boltinn
Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. Jurgen Klopp stillti upp leikmönnum á borð við Nathaniel Phillips, Neco Williams, James Milner og Takumi Minamino í byrjunarliðinu í dag en Sadio Mane og Jordan Henderson voru meðal varamanna. Franski sóknarmaðurinn Neal Maupay stal senunni í fyrri hálfleik á slæman hátt þar sem hann brenndi af vítaspyrnu á 20.mínútu og þurfti svo að fara af velli vegna meiðsla skömmu síðar. Maupay setti boltann framhjá markinu. Mohamed Salah virtist vera að koma Liverpool yfir á 34.mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að hafa verið skoðað í VAR. Markalaust í leikhléi. Ekkert var skorað fyrr en á 60.mínútu þegar Portúgalinn óstöðvandi Diogo Jota skoraði eftir sendingu frá Salah. Liverpool menn töldu svo Mane vera að tryggja þeim sigur þegar hann skallaði aukaspyrnu Andy Robertson í netið á 83.mínútu en eftir að markið hafði verið skoðað af VAR, var það dæmt af vegna rangstöðu. Á fyrstu mínútu uppbótartíma dró heldur betur til tíðinda þegar vítaspyrna var dæmd á Robertson eftir að VAR hafði vakið athygli á því þegar Skotinn sparkaði í Danny Welbeck innan vítateigs. Pascal Gross steig á vítapunktinn í þetta skiptið og skoraði af öryggi framhjá Alisson. Lokatölur 1-1 og vandræðagangur meistaranna á útivelli heldur áfram en þrátt fyrir það kom Liverpool sér á toppinn, um stundarsakir hið minnsta.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti