Zlatan opinn fyrir endurkomu í landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Verður Zlatan með sænska landsliðinu á EM á næsta ári? Marco Canoniero/Getty Images Hinn síungi Zlatan Ibrahimović er opinn fyrir endurkomu í sænska landsliðið og hefur meira að segja rætt við landsliðsþjálfara Svía. Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur. Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur.
Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn