Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 16:00 Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu í dag. Eldingarnar á myndinni eru þó útlendar og tengjast fréttinni ekki beint. Vísir/getty Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveður, að sögn veðurfræðings. Íbúar á Suðurnesjum hafa heyrt drunur í þrumum nú síðdegis samhliða því að veður versnar. Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Áður höfðu viðvaranirnar aðeins verið appelsínugular á Breiðafirði og Faxaflóa. Þar hafa þær þegar tekið gildi en taka ekki gildi á hinum stöðunum fyrr en í kvöld. Viðvaranirnar fram eftir kvöldi.Skjáskot/veðurstofan Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að þrumur og eldingar geti fylgt öflugum éljum líkt og nú ganga yfir. Hann segir þau á Veðurstofunni hafa fengið tilkynningu um eina eldingu og þrumur í Reykjanesbæ en sú elding hafi þó ekki mælst á mælum. Tvær eldingar hafa mælst í Borgarfirði. „Í útlöndum þætti þetta mjög ómerkilegt, þar eru oft hundruð eldinga. Eldingin í Keflavík mældist reyndar ekki en þar heyrðist þruma og svo hafa tvær mælst í Borgarfirði, Íslendingum þykir þetta alltaf svolítið merkilegt,“ segir Teitur. „Þetta er til merkis um hvað þau eru öflug þessi él, þar er mikið uppstreymi sem myndar rafhleðslu sem síðan slær niður.“ Veður hefur verið slæmt á suður- og vesturhluta landsins það sem af er degi en hefur nú tekið að versna síðdegis. Teitur segir að veðrið muni ná hámarki á næstu tveimur tímunum og haldast síðan nokkuð stöðugt fram að miðnætti. „Þá slakar á en verður hálfleiðinlegt veður og éljagangur áfram á morgun,“ segir Teitur. Hefur þú náð myndefni af þrumum og eldingum í dag? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is. Áfram verður fylgst með framgangi veðursins í veðurvaktinni á Vísi í kvöld. Veður Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveður, að sögn veðurfræðings. Íbúar á Suðurnesjum hafa heyrt drunur í þrumum nú síðdegis samhliða því að veður versnar. Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Áður höfðu viðvaranirnar aðeins verið appelsínugular á Breiðafirði og Faxaflóa. Þar hafa þær þegar tekið gildi en taka ekki gildi á hinum stöðunum fyrr en í kvöld. Viðvaranirnar fram eftir kvöldi.Skjáskot/veðurstofan Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að þrumur og eldingar geti fylgt öflugum éljum líkt og nú ganga yfir. Hann segir þau á Veðurstofunni hafa fengið tilkynningu um eina eldingu og þrumur í Reykjanesbæ en sú elding hafi þó ekki mælst á mælum. Tvær eldingar hafa mælst í Borgarfirði. „Í útlöndum þætti þetta mjög ómerkilegt, þar eru oft hundruð eldinga. Eldingin í Keflavík mældist reyndar ekki en þar heyrðist þruma og svo hafa tvær mælst í Borgarfirði, Íslendingum þykir þetta alltaf svolítið merkilegt,“ segir Teitur. „Þetta er til merkis um hvað þau eru öflug þessi él, þar er mikið uppstreymi sem myndar rafhleðslu sem síðan slær niður.“ Veður hefur verið slæmt á suður- og vesturhluta landsins það sem af er degi en hefur nú tekið að versna síðdegis. Teitur segir að veðrið muni ná hámarki á næstu tveimur tímunum og haldast síðan nokkuð stöðugt fram að miðnætti. „Þá slakar á en verður hálfleiðinlegt veður og éljagangur áfram á morgun,“ segir Teitur. Hefur þú náð myndefni af þrumum og eldingum í dag? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is. Áfram verður fylgst með framgangi veðursins í veðurvaktinni á Vísi í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57