Merkilegar merkingar Eygerður Margrétardóttir skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun