Sex hafi smitast í fámennu fertugsafmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 11:49 Kristín Soffía Jónsdóttir talaði vinkonur sínar af því að hittast um helgina. Þá er fertugsafmæli sem kærasti vinkonu hennar ætlaði að mæta í mögulega í uppnámi. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greinir frá afmælisveislu liðna helgi þar sem að minnsta kosti sex smituðust af Covid-19. Hún hefur varað vini við boðum komandi helgi og hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist vita til þess að sex séu með staðfest smit eftir fertugsafmæli sem haldið var um síðustu helgi. Vinkonur hennar hafi ætlað að hittast um komandi helgi og kærasti vinkonu hennar var á leið í fertugsafmæli. Þá hefur henni verið boðið í barnaafmæli. Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, og voru aðeins þrír í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að smit mættu meðal annars rekja til veisluhalda síðastliðna helgi. „Ég held að þetta partý hafi ekkert verið dramatískrara en það sem mörgum finnst bara vera orðið í lagi,“ segir Kristín Soffía í samtali við Vísi. Tíst hennar má sjá hér að neðan en þar segir hún í ljósi ellefu greindra smita gærdagsins: „Það var haldið fertugsafmæli. Lítið. Lækkert. Verðskuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum.“ Það var haldið fertugs afmæli. Lítið. Lækkert. Verðakuldað. Staðfest smit úr því boði eru sex. Ekki halda boð, ekki hitta fólk. Ekki knúsa, ekki gleyma ykkur. Hringið og spjallið og bíðum saman eftir rétta tímanum 🙏🏻 https://t.co/217ALHBd0e— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 26, 2020 Kristín segist þekkja manneskju sem sé í sóttkví vegna afmælisins. Hún telur ekki ástæðu til að ræða þetta afmæli eitthvað sérstaklega. Það sé eðlilega viðkvæmt enda smitskömmin mikil. Þarna hafi nokkrar stelpur hist og fór sem fór. „Þetta sýnir okkur bara hvað það þarf lítið til,“ segir Kristín Soffía. „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta á Twitter er að vinkonur mínar ætluðu að fara að hittast um helgina. Ég hringdi í þær og sagði þeim frá þessu og þær hættu við. Kærasti vinkonu minnar ætlaði í fertugsafmæli á morgun og hann er nú að hvetja vin sinn til að hætta við.“ Megum ekki missa móðinn Þetta sé byrjað út um allt. Hún hafi sjálf fengið boð í barnaafmæli fyrir barn sitt komandi helgi. Hún veltir fyrir sér stöðunni. „Manni finnst maður „eiga það skilið“ aðeins að fá að hitta fólk, bara sex eða átta. En ef það eru sex eða átta að hittast og einn er smitaður, þá smitast bara allir,“ segir borgarfulltrúinn. Hún vonar að þjóðin missi ekki móðinn heldur haldi út í allavega tvær vikur í viðbót. „Þetta gerðist í september. Þá misstum við móðinn. Ef við hefðum bara úthald í tvær vikur í viðbót, þá gætum við verið laus við þetta. En ef við byrjum að halda aðventuboð, afmælisveislur og litla hittinga þá erum við kannski að fara að missa þetta úr böndunum, og þurfum að endurtaka þetta allt saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira