Já, þetta er forgangsmál Kristján Bragi Þorsteinsson skrifar 26. nóvember 2020 07:00 Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir. Ég og kollegar mínir í veitingarekstri höfum sannarlega ekki farið varhluta af því síðastnefnda. Á fáeinum áratugum varð fábrotin veitingastaðamenning Íslendinga að spennandi atvinnugrein með fjölda staða á heimsmælikvarða. Hæfileikaríkt hugsjónafólk og framgangur ferðaþjónustunnar hafa skapað jarðveg þar sem hægt var að lifa ágætlega af greininni, þó fáir verði ríkir af veitingarekstri á Íslandi. Geirinn er hins vegar brothættur. Með hruni í ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins var fótunum kippt undan fjölmörgum veitingastöðum sem hafa auðgað flóruna hér á landi. Þar eru mínir tveir, litlu veitingastaðir engin undanteking. Þrátt fyrir algjört tekjufall hefur naumlega tekist með aðstoð frábærra íslenskra kúnna og mikilvægum stuðningsaðgerðum fjármálaráðherra að halda sjó undanfarna mánuði. Róðurinn hefur þó tekist að þyngjast verulega undanfarnar vikur. Þegar einungis tíu mega koma saman er take-away viðskiptavina reglan frekar en undantekningin. Við þær aðstæður er hins vegar einum mikilvægasta og metnaðarfyllsta þætti margra staða, að para saman góðan mat og vín, alfarið kippt út. Það er nefnilega bannað með lögum að selja óopnaðar áfengisumbúðir með sóttum mat. Gestir okkar mega því eingöngu njóta matarins með víni sem keypt er í áfengisbúðum ríkisins eða í erlendri netverslun. Gildandi löggjöf minnkar því bæði úrval og upplifun gesta og eykur verulega á erfiða stöðu veitingastaðanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti nýlega frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Þar er lagt til að íslensk netverslun með áfengi verði heimil til jafns við erlenda. Með breytingunni mætti panta mat til að njóta heima í netverslun veitingastaða og kaupa vel valda vín- eða bjórflösku með. Tæplega fæst séð að vín- eða bjórflaskan valdi neytandanum meiri skaða með þessum hætti en ef hún hefði verið keypt af ÁTVR eða Winebuyer.com. Í frumvarpinu er mælt fyrir um enn strangari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti og því ekki um aukið aðgengi ungmenna að ræða þó dómsmálaráðherrann leyfi kaup fullorðinna á víni með mat af veitingastöðum. Frumvarpið stuðlar hins vegar að fjölbreyttari og betri upplifun gesta. Mikilvægast er þó að velta margra rekstraraðila gæti aukist nægilega til að koma veitingastöðum og starfsfólki þeirra yfir stærsta skaflinn. Í þessu samhengi er vinsælt að spyrja hvort þetta mál ráðherrans sé virkilega forgangsmál. Í mínum heimi er því auðsvarað. Þegar fram kemur frumvarp sem gæti bjargað lífsviðurværi og störfum fjölda fólks án teljandi skaða þá er svarið einfalt. Já, þetta er forgangsmál.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun