Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2020 17:56 Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á fundinum í dag. Vísir/Egill „Þetta er náttúrulega bara slæmt mál en ekkert svo sem óviðbúið þannig. Við vitum að það eru allir í áhættu.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason um Covid-19 smit Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem greint var frá í dag. Þórólfur og Víðir starfa sem kunnugt er náið saman í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Víðir hefur sjálfur sagt að hann hafi smitast af eiginkonu sinni en ekkert hefur gengið að rekja hvaðan smit barst í hana. „Við höfum alltaf sagt að allar aðgerðir miðast að því að lágmarka áhættuna á því að veiran berist á milli. Það þýðir það er enginn eiginlega óhultur almennilega. Þetta er vont fyrir okkur og verst fyrir hann sjálfan að lenda í þessu,“ segir Þórólfur. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að Víðir og hans nánasta samstarfsfólk auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfur hafi farið í sýnatöku á mánudag. Sýni þeirra allra reyndust neikvæð á mánudagskvöld. Hvorugt þeirra þarf að fara í sóttkví vegna smits Víðis. „Það er vegna þess að við vitum alveg hvar Víðir var útsettur fyrir smitinu. Það var fyrir utan vinnuna, utan stofnunina og hann fór í próf á mánudaginn og var neikvæður þá. Það var þá sem þessi einstaklingur sem að smitið kom frá var að greinast og byrja að fá einkenni. Við vitum að hann var ekki smitandi þá þó að hann sé kominn með veiruna núna,“ segir Þórólfur. Vitað sé hvenær áhættan sé mest á smiti, rétt um bil þegar fólk fer að finna fyrir einkennum, sem geti tekið upp undir viku. Þannig að hann hefur farið í tæka tíð í sóttkví? „Já, hann fór alveg á hárréttu augnabliki í sóttkví.“ Þórólfur ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér að ofan en þar ræddi hann meðal annars hvað framundan er í baráttunni gegn faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 „Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11 Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara slæmt mál en ekkert svo sem óviðbúið þannig. Við vitum að það eru allir í áhættu.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason um Covid-19 smit Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem greint var frá í dag. Þórólfur og Víðir starfa sem kunnugt er náið saman í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Víðir hefur sjálfur sagt að hann hafi smitast af eiginkonu sinni en ekkert hefur gengið að rekja hvaðan smit barst í hana. „Við höfum alltaf sagt að allar aðgerðir miðast að því að lágmarka áhættuna á því að veiran berist á milli. Það þýðir það er enginn eiginlega óhultur almennilega. Þetta er vont fyrir okkur og verst fyrir hann sjálfan að lenda í þessu,“ segir Þórólfur. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að Víðir og hans nánasta samstarfsfólk auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfur hafi farið í sýnatöku á mánudag. Sýni þeirra allra reyndust neikvæð á mánudagskvöld. Hvorugt þeirra þarf að fara í sóttkví vegna smits Víðis. „Það er vegna þess að við vitum alveg hvar Víðir var útsettur fyrir smitinu. Það var fyrir utan vinnuna, utan stofnunina og hann fór í próf á mánudaginn og var neikvæður þá. Það var þá sem þessi einstaklingur sem að smitið kom frá var að greinast og byrja að fá einkenni. Við vitum að hann var ekki smitandi þá þó að hann sé kominn með veiruna núna,“ segir Þórólfur. Vitað sé hvenær áhættan sé mest á smiti, rétt um bil þegar fólk fer að finna fyrir einkennum, sem geti tekið upp undir viku. Þannig að hann hefur farið í tæka tíð í sóttkví? „Já, hann fór alveg á hárréttu augnabliki í sóttkví.“ Þórólfur ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér að ofan en þar ræddi hann meðal annars hvað framundan er í baráttunni gegn faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 „Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11 Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira
Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42
„Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11
Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56