„Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 17:37 Frá samningafundi ríkisins og flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem eru í verkfalli, hjá ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Vilhelm Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið, sem hófst klukkan fjögur í dag, er lokið. Fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir alvarlega stöðu blasa við ef ekki tekst að semja sem allra fyrst. Ríkissáttasemjari hafði frumkvæði að boðun fundarins samkvæmt upplýsingum fréttastofu eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagðist í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, skömmu áður en fundinum lauk, að hann bindi vonir við að fljótlega fari að rofa til í deilunni. „Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn, ég held að þetta hljóti nú að fara að ganga eitthvað,“ sagði Georg. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum. Það liggur fyrir hvað svo sem gerist í dag, að við verðum stopp frá og með miðnætti og vonandi þó ekki lengur en fram á helgina, fram á laugardag sunnudag,“ sagði Georg. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreyfðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. „Það er svokölluð dagsetningarskoðun á þessari einu vél sem að við höfum getað haldið úti og hún verður ekkert umflúin og tekur ákveðinn tíma. Spurningin er í raun bara hvort við fáum nægan mannafla til þess að klára þetta á tveim dögum eða hvort við verðum lengur vegna mannaskorts,“ sagði Georg. Áhrifa verkfallsins gæti fram í febrúar Enn alvarlegri staða blasi við ef verkfallið dregst frekar á langinn. „Þetta er í sjálfu sér lítið mál miðað við það sem er í vændum ef verkfallið leysist ekki. Þá er allsherjarstopp, ekki seinna en 12. desember. Þá munum við ekki lengur geta haldið úti neinni þyrlu og það sem að bættist svo við er að viðhaldsþörfin hún safnast upp og öll planlaggning, öll skipulagning á viðhaldi, er stopp. Þannig að skoðanir sem eiga að vera á næstu vikum og meira að segja mánuðum, þær munu dragast. Það er ekki búið að gera þær ráðstafanir sem þarf að gera eins og að panta íhluti eða planleggja hvernig skuli unnið,“ segir Georg. „Þannig að desembermánuður verður mjög slæmur og þessa mun gæta alveg fram í febrúar í rauninni.“ Landhelgisgæslan muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja öryggi og þjónustu eftir fremsta megni í ljósi stöðunnar. Meðal annars verði hægt að nýta skipaflota gæslunnar eftir föngum. „Það er í sjálfu sér ekki um marga kosti að ræða. Við erum einungis með tvö tiltæk skip eins og á stendur en munum að sjálfsögðu reyna að gera eins og við getum,“ segir Georg. Viðtal við hann í heild sinni úr þættinum Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan. Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið, sem hófst klukkan fjögur í dag, er lokið. Fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir alvarlega stöðu blasa við ef ekki tekst að semja sem allra fyrst. Ríkissáttasemjari hafði frumkvæði að boðun fundarins samkvæmt upplýsingum fréttastofu eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagðist í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, skömmu áður en fundinum lauk, að hann bindi vonir við að fljótlega fari að rofa til í deilunni. „Ég ætla nú að leyfa mér að vera bjartsýnn, ég held að þetta hljóti nú að fara að ganga eitthvað,“ sagði Georg. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Ef ekki semst þá erum við í afar slæmum málum. Það liggur fyrir hvað svo sem gerist í dag, að við verðum stopp frá og með miðnætti og vonandi þó ekki lengur en fram á helgina, fram á laugardag sunnudag,“ sagði Georg. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreyfðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. „Það er svokölluð dagsetningarskoðun á þessari einu vél sem að við höfum getað haldið úti og hún verður ekkert umflúin og tekur ákveðinn tíma. Spurningin er í raun bara hvort við fáum nægan mannafla til þess að klára þetta á tveim dögum eða hvort við verðum lengur vegna mannaskorts,“ sagði Georg. Áhrifa verkfallsins gæti fram í febrúar Enn alvarlegri staða blasi við ef verkfallið dregst frekar á langinn. „Þetta er í sjálfu sér lítið mál miðað við það sem er í vændum ef verkfallið leysist ekki. Þá er allsherjarstopp, ekki seinna en 12. desember. Þá munum við ekki lengur geta haldið úti neinni þyrlu og það sem að bættist svo við er að viðhaldsþörfin hún safnast upp og öll planlaggning, öll skipulagning á viðhaldi, er stopp. Þannig að skoðanir sem eiga að vera á næstu vikum og meira að segja mánuðum, þær munu dragast. Það er ekki búið að gera þær ráðstafanir sem þarf að gera eins og að panta íhluti eða planleggja hvernig skuli unnið,“ segir Georg. „Þannig að desembermánuður verður mjög slæmur og þessa mun gæta alveg fram í febrúar í rauninni.“ Landhelgisgæslan muni gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að tryggja öryggi og þjónustu eftir fremsta megni í ljósi stöðunnar. Meðal annars verði hægt að nýta skipaflota gæslunnar eftir föngum. „Það er í sjálfu sér ekki um marga kosti að ræða. Við erum einungis með tvö tiltæk skip eins og á stendur en munum að sjálfsögðu reyna að gera eins og við getum,“ segir Georg. Viðtal við hann í heild sinni úr þættinum Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan.
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira