Bréf til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Fræðsluráðs vegna sumaropnunar leikskóla Elísabet Karlsdóttir og Linda Björk Halldórsdóttir skrifa 25. nóvember 2020 15:00 Við aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði höfum ekki verið áberandi í umræðunni um sumaropnun leikskóla en hún hefur ítrekað verið rædd í okkar hópi og almennt hefur komið fram mikil óánægja með þessar fyrirætlanir. Fulltrúar leikskólastjóra hafa komið á fund kjörinna fulltrúa og sett fram fagleg rök sem stríða gegn sumaropnun og erum við undirritaðar sammála þessum rökum og deilum áhyggjum þeirra af faglegu starfi leikskólanna og afkomu þeirra sem stofnanna. Þessi rök ættu að vera öllum sem í bæjarstjórn sitja ljós og því ætlum við ekki að tíunda þau í þessu bréfi. Aðstoðarleikskólastjórar sinna ýmsum hlutverkum innan leikskólanna og eru þau meðal annars fólgin í því að skipuleggja mönnun dagsins, styðja við deildirnar, leysa af matartíma starfsmanna þegar þess þarf ásamt því að sinna ýmsum stjórnunarlegum verkefnum í samvinnu við leikskólastjóra. Okkur undirrituðum finnst gaman í vinnunni og finnst við vera heppnar að fá að vera í samskiptum við frábært samstarfsfólk og öll þessi yndislegu börn. Við berum hag þessara tveggja framangreinda hópa fyrir brjósti og viljum að leikskólar bjóði þeim nærandi, uppbyggjandi og lærdómsríkar starfsaðstæður. Önnur okkar sat samstarfshóp skipaðan fagmönnum í leikskólamálum skólaárið 2018-2019 um bættar starfsaðstæður í leikskólum og setti hópurinn fram ýmsar tillögur sem eru til þess fallnar að bæta umhverfi barna og starfsmanna í leikskólum í Hafnarfirði. Í þessum tillögum er hvergi minnst á sumaropnun. Á þeim tíma sem fræðsluyfirvöld og kjörnir fulltrúar hefðu átt að vera að leita leiða til þess að verða við tillögum starfshópsins komu fram fyrirætlanir um sumaropnun sem hafa sett leikskólasamfélagið í Hafnarfirði á hvolf. Allir leikskólastjórar hafa lýst yfir óánægju sinni með sumaropnun og um 400 starfsmenn leikskóla hafa skrifað undir lista þar sem sumaropnun er mótmælt. Í gær komu félögin FL, FSL og Hlíf fram og skoruðu á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun um sumaropnun. Næg fagleg rök eru gegn sumaropnun og virðist hún ekki henta starfi leikskólanna. Ákvörðunin um sumaropnun virðist hafa verið tekin með hagsmuni atvinnurekanda foreldra að leiðarljósi. Nú er okkur spurn, er ekki kominn tími fyrir ykkur til þess að hlusta á allt þetta fólk sem hefur sérhæft sig í menntun barna og leikskólamálum? Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði höfum ekki verið áberandi í umræðunni um sumaropnun leikskóla en hún hefur ítrekað verið rædd í okkar hópi og almennt hefur komið fram mikil óánægja með þessar fyrirætlanir. Fulltrúar leikskólastjóra hafa komið á fund kjörinna fulltrúa og sett fram fagleg rök sem stríða gegn sumaropnun og erum við undirritaðar sammála þessum rökum og deilum áhyggjum þeirra af faglegu starfi leikskólanna og afkomu þeirra sem stofnanna. Þessi rök ættu að vera öllum sem í bæjarstjórn sitja ljós og því ætlum við ekki að tíunda þau í þessu bréfi. Aðstoðarleikskólastjórar sinna ýmsum hlutverkum innan leikskólanna og eru þau meðal annars fólgin í því að skipuleggja mönnun dagsins, styðja við deildirnar, leysa af matartíma starfsmanna þegar þess þarf ásamt því að sinna ýmsum stjórnunarlegum verkefnum í samvinnu við leikskólastjóra. Okkur undirrituðum finnst gaman í vinnunni og finnst við vera heppnar að fá að vera í samskiptum við frábært samstarfsfólk og öll þessi yndislegu börn. Við berum hag þessara tveggja framangreinda hópa fyrir brjósti og viljum að leikskólar bjóði þeim nærandi, uppbyggjandi og lærdómsríkar starfsaðstæður. Önnur okkar sat samstarfshóp skipaðan fagmönnum í leikskólamálum skólaárið 2018-2019 um bættar starfsaðstæður í leikskólum og setti hópurinn fram ýmsar tillögur sem eru til þess fallnar að bæta umhverfi barna og starfsmanna í leikskólum í Hafnarfirði. Í þessum tillögum er hvergi minnst á sumaropnun. Á þeim tíma sem fræðsluyfirvöld og kjörnir fulltrúar hefðu átt að vera að leita leiða til þess að verða við tillögum starfshópsins komu fram fyrirætlanir um sumaropnun sem hafa sett leikskólasamfélagið í Hafnarfirði á hvolf. Allir leikskólastjórar hafa lýst yfir óánægju sinni með sumaropnun og um 400 starfsmenn leikskóla hafa skrifað undir lista þar sem sumaropnun er mótmælt. Í gær komu félögin FL, FSL og Hlíf fram og skoruðu á bæjaryfirvöld að endurskoða ákvörðun um sumaropnun. Næg fagleg rök eru gegn sumaropnun og virðist hún ekki henta starfi leikskólanna. Ákvörðunin um sumaropnun virðist hafa verið tekin með hagsmuni atvinnurekanda foreldra að leiðarljósi. Nú er okkur spurn, er ekki kominn tími fyrir ykkur til þess að hlusta á allt þetta fólk sem hefur sérhæft sig í menntun barna og leikskólamálum? Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar