Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 14:15 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík en borgin hefur endurmetið fjárþörf sína vegna faraldurs kórónuveiru. Elín Björg Guðmundsdóttir Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. Í umsögninni er ítrekað að fjármálasvið borgarinnar telji núverandi stuðning ríkisins við sveitarfélögin vera fjarri því að tryggja fjármögnun mikilvægra verkefna. „Líklegt má telja að þessi vanfjármögnun mun fyrr eða síðar þvinga sveitarfélögin til samdráttar í samfélagslega mikilvægum fjárfestingum og jafnvel niðurskurðar í viðkvæmri og lögskyldri þjónustu,“ segir í umsögninni. Í umsögn borgarinnar segir að vanfjármögnun muni líklega á endanum knýja sveitarfélög til að draga úr þjónustu.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt greiningu borgarinnar þurfa sveitarfélögin að minnsta kosti fimmtíu milljarða króna stuðning á þessu ári og því næsta vegna áhrifa Covid-19. Í umsögninni kemur fram að ný greining bendi til þess að tekjufall borgarsjóðs vegna faraldursins nemi alls um 12,5 milljörðum króna. Útgjöld borgarinnar hafi aukist verulega af sömu ástæðum, eða um 2,6 milljarða króna. Áhrifin í heild eru því metin á rúmlega 15 milljarða króna á þessu ári. Þessi fjárhæð hefur hækkað talsvert, en í umsögn borgarinnar við fjárlagafrumvarpið er stuðningsþörf borgarinnar metin á um 11,1 milljarð króna. Þá er gert ráð fyrir um 12 milljarða króna stuðningsþörf á næsta ári. Alls er fjárþörfin því metin á um 27 milljarða króna á þessu ári og því næsta. Þingflokkur Samfylkingarinnar stendur að baki tillögunni.vísir/stefán Lítill sem enginn stuðningur Borgin segir áformað 670 milljóna króna framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk alls ekki duga til. Sama gildi um áformuð framlög vegna fjárhagsaðstoðar sem nemi um 720 milljónum króna. „Þarna þarf að bæta um betur. Það er mat Reykjavíkurborgar að fjármálalega áfallið mælt í krónum á hvern íbúa verði mest og þyngst í Reykjavík og þetta mat er stutt í nýrri greiningu starfshóps sveitarstjórnarráðherra. Þrátt fyrir það beinist lítill sem enginn stuðningur til borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir í umsögn borgarinnar. Í umsögn segir að Reykjavíkurborg styðji þingsályktunartillöguna, sem Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram, enda sé hún til þess fallin að „ríkisstjórnin beiri sér fyrir tímabærum aðgerðum í þágu sveitarfélaga landsins.“ Í tillögunni er meðal annars lagt til að aukin fjárútlát sveitarfélaga vegna viðbragða við faraldrinum verði bætt, t.d. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Reykjavík Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira