Lognið á undan storminum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 13:33 Himininn logaði gulur, bleikur og appelsínugulur í morgun. Myndin er tekin í Hlíðahverfi yfir Kringluna. Í fjarska sést gufa frá Hellisheiðarvirkjun og Bláfjöll. Vísir/Egill Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill
Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira