Allt eins líklegt að sóttvarnalæknir mæli með reglugerð með styttri gildistíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 12:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Í minnisblaðinu verða tillögur hans um næstu sóttvarnaaðgerðir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01
Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16