Allt eins líklegt að sóttvarnalæknir mæli með reglugerð með styttri gildistíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 12:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Í minnisblaðinu verða tillögur hans um næstu sóttvarnaaðgerðir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01
Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16