Varað við hríðarveðri: Fólk ani ekki út í óvissuna því élin verða dimm og mjög hvöss Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 07:20 Það verður mjög hvasst á stórum hluta landsins í kvöld og nánast allan daginn á morgun. Þá mun víða ganga á með dimmum éljum. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hríðarveðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og miðhálendið. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og standa nánast út allan morgundaginn. Fyrst er varað við suðaustanhríðarveðri sem skellur á í kvöld og stendur fram á nótt. Mismunandi er eftir landshlutum hvenær viðvörunin fellur úr gildi; hún gildir til klukkan eitt í nótt á höfuðborgarsvæðinu en til klukkan átta í fyrramálið á Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Ört versnandi akstursskilyrði,“ segir í viðvöruninni fyrir Strandir og Norðurland vestra. Gætu orðið vandræði í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu Klukkan tólf á hádegi á morgun tekur svo gildi viðvörun vegna suðvestanhríðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Viðvörunin gildir til miðnættis annað kvöld. Á sama tíma er varað við suðvestan stormi eða roki og éljum á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðvestan 15-23 m/s og mjög dimm él. Hálka á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðursins á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að æskilegt sé að fólki ani ekki út í óvissuna í þessu veðri sem von er á í kvöld og á morgun því útlit sé fyrir að élin verði bæði dimm og hvöss. „Í dag hvessir af suðaustri og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Í kvöld má búast við að vindstyrkur verði kominn víða upp undir stormstyrk (20 m/s). Dálítil óvissa er hve hratt hlýnar en það hefur mikil áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi. Líklegast er að úrkoman byrji sem snjókoma eða slydda en færist síðan yfir í rigningu á láglendi. Mestu hlýindin verða samt ekki fyrr en eftir miðnætti og fram undir morgun, en þá snýst vindur jafnframt til suðvestanáttar. Hún verður ekki eins hvöss og úrkomumikil eins og veðrið verður í nótt, en um og eftir hádegi á morgun er útlit fyrir að vindur verði víða 15-20 m/s og hvassari í éljum og þá hefur einnig kólnað talsvert frá morgninum. Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Föstudagurinn verður líklega keimlíkur morgundeginum en fer þó að lægja undir kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars bjartviðri. Frost 0 til 7 stig, en víða frostlaust við ströndina. Vaxandi suðaustanátt í dag og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Rigning um mest allt land í nótt og hiti víða 2 til 8 stig. Suðvestan 15-23 á morgun, en hægari fyrst í fyrramálið. Skúrir og síðar él og kólnar, vægt frost síðdegis en hiti 0 til 4 stig við ströndina. Yfirleitt þurrt NA- og A-lands. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og hiti nálægt frostmarki, en frostlaust við ströndina. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Hægt minnkandi suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Fremur kalt í veðri. Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hríðarveðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og miðhálendið. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og standa nánast út allan morgundaginn. Fyrst er varað við suðaustanhríðarveðri sem skellur á í kvöld og stendur fram á nótt. Mismunandi er eftir landshlutum hvenær viðvörunin fellur úr gildi; hún gildir til klukkan eitt í nótt á höfuðborgarsvæðinu en til klukkan átta í fyrramálið á Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Ört versnandi akstursskilyrði,“ segir í viðvöruninni fyrir Strandir og Norðurland vestra. Gætu orðið vandræði í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu Klukkan tólf á hádegi á morgun tekur svo gildi viðvörun vegna suðvestanhríðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Viðvörunin gildir til miðnættis annað kvöld. Á sama tíma er varað við suðvestan stormi eða roki og éljum á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðvestan 15-23 m/s og mjög dimm él. Hálka á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðursins á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að æskilegt sé að fólki ani ekki út í óvissuna í þessu veðri sem von er á í kvöld og á morgun því útlit sé fyrir að élin verði bæði dimm og hvöss. „Í dag hvessir af suðaustri og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Í kvöld má búast við að vindstyrkur verði kominn víða upp undir stormstyrk (20 m/s). Dálítil óvissa er hve hratt hlýnar en það hefur mikil áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi. Líklegast er að úrkoman byrji sem snjókoma eða slydda en færist síðan yfir í rigningu á láglendi. Mestu hlýindin verða samt ekki fyrr en eftir miðnætti og fram undir morgun, en þá snýst vindur jafnframt til suðvestanáttar. Hún verður ekki eins hvöss og úrkomumikil eins og veðrið verður í nótt, en um og eftir hádegi á morgun er útlit fyrir að vindur verði víða 15-20 m/s og hvassari í éljum og þá hefur einnig kólnað talsvert frá morgninum. Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Föstudagurinn verður líklega keimlíkur morgundeginum en fer þó að lægja undir kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars bjartviðri. Frost 0 til 7 stig, en víða frostlaust við ströndina. Vaxandi suðaustanátt í dag og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Rigning um mest allt land í nótt og hiti víða 2 til 8 stig. Suðvestan 15-23 á morgun, en hægari fyrst í fyrramálið. Skúrir og síðar él og kólnar, vægt frost síðdegis en hiti 0 til 4 stig við ströndina. Yfirleitt þurrt NA- og A-lands. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og hiti nálægt frostmarki, en frostlaust við ströndina. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Hægt minnkandi suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Fremur kalt í veðri.
Veður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira