Spá því að veturinn gangi í garð með látum annað kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 20:30 Það er snjókoma í kortunum. Vísir/Vilhelm „Við erum búin að setja út fullt af viðvörunum. Þær taka gildi annað kvöld. Þá höfum við spáð því að veturinn gangi í garð með látum. Það verður alvöru vetrarveður næstu daga.“ Þetta sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands um veðrið næstu daga en Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem gilda um stóran hluta landsins annað jvöld til miðnættis á fimmtudag. Þorsteinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra og Miðhálendið. „Það þýðir snjókoma já, hvassviðri og éljagangur og allur pakkinn,“ sagði Þorsteinn. Segja má að viðvararnir komi í tveimur lotum með örlitlu hléi á milli. Fyrstu viðvaranir taka gildi um klukkan 19 á morgun, miðvikudag þegar skilin ganga á land. Nýjar viðvaranir taka svo gildi á hádegi á fimmtudag, 26. nóvember, þar sem varað er við suðvestan átt, 15-25 m/s með mjög litlu skyggni í éljum og því eru akstursskilyrði varasöm. Skil kröftugrar lægðar ganga á land annað kvöld, og bera með sér það sem kalla mætti þokkalegt vetrarveður með suðaustan stormi, snjókomu eða slyddu sem spillir færð og skyggni á vegum. „Á morgun seinnipartinn fer að vaxa vindur úr suðaustri. Það er að nálgast djúp og kröpp lægð sem kemur inn á Grænlandshafið á morgun. Henni fylgir vegleg úrkoma, vegleg skil sem munu valda úrkomu. Það byrjar að snjóa um kvöldmatarleytið á morgun úti á annesjum vestanlands. Svo færist þetta veður smám saman inn á landið með vaxandi suðvestanátt. Það verður komið hvassviðri eða stormur seinna um kvöldið og snjóar á öllu svæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hvaða svæði er þetta? „Það er alveg frá Vogunum og norður á Húnaflóa. Vesturhluti landsins. Við erum aðallega að vara við því að færð getur spillst mjög fljótt á fjallvegum. Þá erum við að tala um Þrengslin, Hellisheiðina, Snæfellsnesið, Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði og Vestfirðina.“ Veðrið lætur á sér kræla um kvöldmatarleyti á morgun. „Það sem gerist er að það er smám saman að hlýna á morgun með þessu hvassviðri og snjókomu þannig að snjórinn fer svona smátt og smátt yfir í slyddu og síðan rigningu á láglendi um og í kringum miðnætti. En í kjölfarið á skilunum kemur suðvestanhvellur með stífri suðvestanátt, stormi jafnvel roki og dimmum og efnismiklum éljum,“ sagði Þorsteinn. Gular viðvaranir eru í gildi.Vísir/Vilhelm Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Lægir í nótt og léttir til, en kólnar talsvert. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti víða 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost. Á mánudag: Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu og hlýnandi veður. Veður Tengdar fréttir „Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13 Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
„Við erum búin að setja út fullt af viðvörunum. Þær taka gildi annað kvöld. Þá höfum við spáð því að veturinn gangi í garð með látum. Það verður alvöru vetrarveður næstu daga.“ Þetta sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands um veðrið næstu daga en Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem gilda um stóran hluta landsins annað jvöld til miðnættis á fimmtudag. Þorsteinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra og Miðhálendið. „Það þýðir snjókoma já, hvassviðri og éljagangur og allur pakkinn,“ sagði Þorsteinn. Segja má að viðvararnir komi í tveimur lotum með örlitlu hléi á milli. Fyrstu viðvaranir taka gildi um klukkan 19 á morgun, miðvikudag þegar skilin ganga á land. Nýjar viðvaranir taka svo gildi á hádegi á fimmtudag, 26. nóvember, þar sem varað er við suðvestan átt, 15-25 m/s með mjög litlu skyggni í éljum og því eru akstursskilyrði varasöm. Skil kröftugrar lægðar ganga á land annað kvöld, og bera með sér það sem kalla mætti þokkalegt vetrarveður með suðaustan stormi, snjókomu eða slyddu sem spillir færð og skyggni á vegum. „Á morgun seinnipartinn fer að vaxa vindur úr suðaustri. Það er að nálgast djúp og kröpp lægð sem kemur inn á Grænlandshafið á morgun. Henni fylgir vegleg úrkoma, vegleg skil sem munu valda úrkomu. Það byrjar að snjóa um kvöldmatarleytið á morgun úti á annesjum vestanlands. Svo færist þetta veður smám saman inn á landið með vaxandi suðvestanátt. Það verður komið hvassviðri eða stormur seinna um kvöldið og snjóar á öllu svæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hvaða svæði er þetta? „Það er alveg frá Vogunum og norður á Húnaflóa. Vesturhluti landsins. Við erum aðallega að vara við því að færð getur spillst mjög fljótt á fjallvegum. Þá erum við að tala um Þrengslin, Hellisheiðina, Snæfellsnesið, Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði og Vestfirðina.“ Veðrið lætur á sér kræla um kvöldmatarleyti á morgun. „Það sem gerist er að það er smám saman að hlýna á morgun með þessu hvassviðri og snjókomu þannig að snjórinn fer svona smátt og smátt yfir í slyddu og síðan rigningu á láglendi um og í kringum miðnætti. En í kjölfarið á skilunum kemur suðvestanhvellur með stífri suðvestanátt, stormi jafnvel roki og dimmum og efnismiklum éljum,“ sagði Þorsteinn. Gular viðvaranir eru í gildi.Vísir/Vilhelm Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Lægir í nótt og léttir til, en kólnar talsvert. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti víða 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost. Á mánudag: Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu og hlýnandi veður.
Veður Tengdar fréttir „Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13 Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
„Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13
Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21