Brynjar ákvað fyrir löngu að hætta að mæta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 12:22 Brynjar Níelsson hefur óskað eftir því að fá að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira