Leggur líklegast til við ráðherra að næstu aðgerðir gildi út árið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilar tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir til ráðherra í kringum næstu helgi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira