Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. nóvember 2020 07:56 Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og Oxford-háskóli hafa saman þróað bóluefni gegn kórónuveirunni. Getty/Jakub Porzycki Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. Þetta sýna niðurstöður nýjustu rannsóknar á bóluefninu sem BBC greinir frá. Árangurinn er ekki eins góður og lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa náð, en þeirra bóluefni virka í 95 prósent tilfella. Góðu fregnirnar hjá Oxford og AstraZeneca eru hins vegar þær að þeirra bóluefni er mun ódýrara í framleiðslu. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. Rannsóknin er einnig sögð gefa til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent og því eru góðar líkur á því að efnið verði notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, fái það tilskilin leyfi. Breska ríkisstjórnin hefur þegar pantað 100 milljón skammta af efninu frá Oxford og AstraZeneca, en það er nóg til að bólusetja fimmtíu milljónir manna. Einu skrefi nær því að binda enda á hörmungarnar sem veiran hefur valdið „Tilkynning okkar í dag færir okkur einu skrefi nær þeim tímapunkti sem við getum farið að nota bóluefni til þess að binda enda á þær hörmungar sem veiran hefur valdið,“ segir Sarah Gilbert, prófessor við Oxford-háskóla og einn af vísindamönnunum sem komið hafa að þróun bóluefnisins. Meira en 20 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókninni sem niðurstöðurnar byggja á. Helmingur þeirra var í Bretlandi og hinn helmingurinn í Brasilíu. Upp komu þrjátíu tilfelli af Covid-19 hjá fólki sem fékk tvo skammta af bóluefninu og 101 tilfelli hjá fólki sem fékk lyfleysu. Þetta þýðir 70 prósent virkni að sögn vísindamannanna. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og svo stór varð vörnin 90 prósent. Ekki er ljóst hvers vegna þessi munur er að því er segir í frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Bretland Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira