Fæðingarorlofsfrumvarp plokkar rúsínur úr rannsóknarkökunni Gró Einarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 07:30 Nýlega var frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof samþykkt í ríkisstjórn. Það kveður á um 12 mánaða orlof. Í því er lögð til skipting þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði, en heimilt er að framselja einn mánuð til hins foreldrisins. Þessi skipting var í frumvarpinu þegar það fór í samráðsferli og tók engum breytingum eftir samráðið. Þetta er merkilegt því um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Sérstaklega er þetta merkilegt í ljósi þess að óvenju margar umsagnir bárust (248, þegar tvítalningar hafa verið teknar út) og þess að í flestum umsögnum er tekin afstaða til skiptingarinnar (229). Sérfræðiþekking þyngst á metunum Inntur svara hversvegna ekki var hlustað á þetta ákall eftir meiri sveigjanleika svaraði formaður nefndar um endurskoðun laganna að þeir sérfræðingar sem hefðu komið fyrir nefndina hefðu flestir talað fyrir jafnri skiptingu. Það hefði á endanum vegið þyngra en umsagnirnar um frumvarpið. Gott og vel. Verandi sérfræðingur sjálf er ég kvenna ólíklegust til þess að andmæla því að frumvörp séu byggð á bestu mögulegu þekkingu. En til þess að hægt sé að fullyrða að þetta tiltekna frumvarp byggi á bestu mögulegu þekkingu er mikilvægt að rannsóknirnar, sem liggja til grundvallar, endurspegli samhljóða mat sérfræðinga eða haldi til haga þeim atriðum sem vísindamenn eru ekki sammála um. Bara sumir sérfræðingar útvaldir Hverjir voru þá þessir sérfræðingar sem ráðlögðu nefndinni? Og eru allir sérfræðingar sammála um að sú skipting sem lögð er til í frumvarpinu sé sú besta? Í drögunum sem kynnt voru í samráðsgáttinni má lesa eftirfarandi: Á starfstíma sínum fundaði starfshópurinn fimmtán sinnum en á einstaka fundi voru boðaðir ýmsir sérfræðingar sem veittu samstarfshópnum upplýsingar og ráðgjöf. Þetta getur varla talist til marks um gagnsæja stjórnsýslu, þar sem ekki kemur fram hverjir sérfræðingarnir eru, né hvert þeirra sérsvið er. Því er ómögulegt að leggja sjálfstætt mat á hvort nefndin hafi tekið tillit til helstu rannsókna sem koma málinu við. Með smá rannsóknarvinnu er þó hægt að geta sér til hvaða rannsóknir lágu til grundvallar. Það er líklegt að nefndin hafi haft til hliðsjónar skýrslu sem unnin var af Velferðarráðuneytinu 2016, sem ber nafnið Framtíðarstefna í fæðingarorlofsmálum. Hvað varðar skiptingu á orlofinu tekur skýrslan mið af tölfræði frá Vinnumálastofnun og Hagstofu Íslands. Auk þess er vísað til fjögurra heimildarita sem rituð eru af prófessor í félagsráðgjöf, prófessor í félagsfræði, prófessorum í lýðfræði, doktor í félagsfræði og meistaranema í opinberri stjórnsýslu. Endurspegla þessar heimildir samhljóða mat sérfræðinga á málefnum sem tengjast skiptingu fæðingarorlofs? Í umsögn Landlæknisembættisins, einnar helstu sérfræðistofnunar landsins, er það gagnrýnt að ekki hafi verið kallað eftir aðkomu fulltrúa sem hafa sérþekkingu á geðheilsu og þroska ungra barna. Ennfremur gagnrýnir embættið markmið laganna og telur að það eigi ekki aðeins að líta á orlofið sem rétt fullorðinna á vinnumarkaði, heldur einnig rétt barns til umönnunar á fyrstu mánuðum lífsins. Því sé fæðingarorlof ekki aðeins vinnumarkaðsmál, heldur einnig lýðheilsumál og geðheilbrigðismál. Þessi afstaða embættisins er studd með vísun í rannsóknir sem sýna að lengri tími barns í umönnun foreldra sinna á fyrstu mánuðum ævinnar styðji við heilbrigð tilfinningatengsl foreldra og barna. Rúsínuplokk er vond vísindaaðferð Afhverju skiptir þetta máli? Vandamálið felst að mínum dóm ekki í því að þær rannsóknir, sem frumvarpið byggir á, séu ófullkomnar, heldur að myndin sem þær gefa sé ófullnægjandi. Þegar ófullnægjandi mynd er gefin af vísindum er hægt að nota góðar vísindalegar rannsóknir til að komast að óvísindalegri niðurstöðu. Þetta hljómar kannski þversagnakennt, en lof mér að útskýra. Öll höfum við tilhneigingu til þess að leita að upplýsingum og rökum sem staðfesta okkar fyrirframgefnu skoðanir. Það getur gefið okkur skakka mynd af þekkingu um tiltekið efni. Þessi tilhneiging, sem kallast staðfestingarskekkja, gildir jafnt um almenning sem og sérfræðinga. Vísindalega aðferð verður aðeins eins öflug og vera ber sé allra leiða leitað til þess að draga úr áhrifum staðfestingarskekkjunar þannig að komast megi að óhlutdrægum niðurstöðum. Það er jafn mikilvægt að beita vísindalegri aðferð við hönnun rannsókna og samantekt rannsókna. Hver og ein rannsókn fyrir sig, hversu vel unnin sem hún er, segir aldrei alla söguna. Vandlega unnin rannsókn er því aðeins fyrsta skrefið, og næsta skref í þekkingarleitinni er að taka saman niðurstöður margra rannsókna til að gefa heildstæða mynd af tilteknu málefni. Um 1980 sýndi Celia Mulrow fram á að yfirlitsgreinar í fræðiritum gæfu oft brenglaða mynd af niðurstöðum rannsókna þar sem það væri geðþótti fræðimanna sem stýrði því um hvaða rannsóknir væri fjallað. Síðan þá hafa fræðin um kerfisbundnar samantektir verið í stöðugri þróun. Slíkar samantektir nota gagnsæja og kerfisbundna aðferð til að leita að heimildum. Það tryggir að samantektin af rannsóknum sé jafn laus við hlutdrægni og þær rannsóknirnar sem verið er að safna saman. Semsagt, það eru ekki vísindaleg vinnubrögð að plokka rúsínurnar úr vísindakökunni (e. Cherry picking). „Mínar rúsínur“ sýna kosti sveigjanleika Það er nokkuð augljóst að „rúsínuplokk“ hefur átt sér stað á heimasíðunni betra fæðingarorlof, hvort sem það var viljandi eða óviljandi. Þar hefur þeim rannsóknum sem styðja jafna skiptingu verið vandlega safnað saman á einn stað, en litið er framhjá öllum rannsóknum sem hafa aðra sögu að segja. Rannsóknirnar eru margar hverjar af góðum gæðum og eiga fullt erindi inn í umræðuna, en endurspegla fyrst og fremst afstöðu þeirra aðila sem standa að heimasíðunni og gefa ekki heildstæða mynd af rannsóknum um málefnið. En við erum fleiri sem getum leikið þann leik að leita aðeins af rannsóknum sem styðja fyriframgefna afstöðu. Mitt sérsvið er ekki fæðingarorlofsmál, en sem doktor hef ég ákveðna reynslu af því að leita að og lesa fræðigreinar. Ég þurfti ekki að leita lengi áður en ég var búin að finna fjöldann allan af rannsóknum sem renna stoðum undir sveigjanlegri skiptingu fæðingarorlofs en gert er ráð fyrir í núvernadi frumvarpi. Sérstaklega ef hugsað er til þess að sá þröngi stakkur, sem sniðinn er í núvernadi frumvarpi, skapar hættu á því að sum börn fái styttra orlof en önnur börn. Gleymdist að huga að heilsu kvenna og barna? Til dæmis sýna gögn frá 16 Evrópulöndum yfir marga áratugi að lengra fæðingarorlof styður við heilsu barna og dregur úr líkunum á barnadauða. Með heilsu barna í huga mælir landlæknisembættið með því að barn sé alfarið á brjósti í 6 mánuði og haldi svo áfram á brjósti með mat í allt að 24 mánuði. Þessi tilmæli byggja á rannsóknum sem sýna að brjóstabörn fá sjaldnar öndunarvegssýkingar, miðeyrnabólgu og meltingarfærasýkingar og hefur jákvæð áhrif á þroska barna, efnaskipti og sjúkdóma seinni á æfinni. Kerfisbundin samantekt rannsókna sýnir að atvinnuþátttaka kvenna getur verið hindrun á vegi kvenna að fylgja þessum ráðleggingum. Þetta á sérstaklega við um konur í veikri félagslegri stöðu og konur af blönduðum uppruna. Störf með litlum sveigjanleika eru einnig líklegri til þess að hindra konur í að sinna brjóstagjöf og fullu starfi á sama tíma, svo sem störf lækna, störf strætóbílstjóra og vélstjóra, störf öryggisvarða og störf fólks í 12 tíma vaktavinnu. En lengra fæðingarorlof kvenna skiptir ekki bara máli fyrir brjóstagjöf heldur einnig fyrir heilsu þeirra. Það er flestum ljóst að barnsburður og fæðing geta haft áhrif á líkamlega heilsu kvenna og samkvæmt kerfisbundinni samantekt rannsókna þá upplifa 17% heilbrigða mæðra fæðingarþunglyndi. Önnur kerfisbundin samantekt sýndi að lengra fæðingarorlof sé verndandi þáttur fyrir heilsu kvenna, og þá sérstaklega andlega heilsu þeirra. Nú þegar ég hef plokkað mínar rúsínur úr rannsóknarkökunni, ætti öllum að vera ljóst að það er bæði hægt að segja rannsóknarsögu sem styður jafna skiptingu orlofs og sem styður sveigjanlegri skiptingu, láti maður geðþóttan ráða för. Í stað þess að keppast um það hver getur gefið sem bjagaðasta mynd af stöða rannsókna sem tengjast skiptingu fæðingarorlofs þá tel ég að það væri nær lagi að viðurkenna að skiptingunni í núverandi frumvarpi fylgja kostir og gallar. Ennfremur er afar áríðandi, að þegar sérfræðiálit er notað sem afsökun fyrir því að hlusta ekki á yfirgnæfandi meirihluta umsagna þá sé tryggt að vel hafi verið staðið að verki við að safna inn heildstæðu undirlagi af stöðu rannsókna. Ég tel, í fullu samræmi við álit Landlæknisembættisins, að það hafi ekki verið gert. Snýst ekki um vísindi heldur pólitík En þegar öllu er á botninn hvolft þá fjallar fæðingarorlofsfrumvarpið ekki um vísindalegar niðurstöður, heldur um pólitík. Og þegar kemur að pólitík er ekki hægt að gera ráð fyrir samhljóða niðurstöðu. Mín pólitíska afstaða er sú að 4-4-4 skipting sé réttlátasta skiptingin á þeim takmörkuðu gæðum sem 12 mánuðir eru, þar sem hún tekur mið af álagi, þörfum og jafnrétti. Mín pólitíska afstaða er líka að lýðræði sé af hinu góða. Þess vegna finnst mér það ekki léttvægt þegar löggjafinn lítur framhjá 85% umsagna, sem flestar komu frá einstaklingum. Þó að afstaða umsagnaraðila endurspegli ekki endilega afstöðu almennings, þá ættu svo margar umsagnir, sem sýna fram á eins skýra afstöðu gegn skiptingunni í frumvarpinu og raun ber vitni, að hvetja stjórnmálamenn til þess að komast að því hvaða skipting það er sem nýtur stuðnings meirihluta landsmanna. Höfundur er doktor í félagssálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Alþingi Gró Einarsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Nýlega var frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof samþykkt í ríkisstjórn. Það kveður á um 12 mánaða orlof. Í því er lögð til skipting þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði, en heimilt er að framselja einn mánuð til hins foreldrisins. Þessi skipting var í frumvarpinu þegar það fór í samráðsferli og tók engum breytingum eftir samráðið. Þetta er merkilegt því um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Sérstaklega er þetta merkilegt í ljósi þess að óvenju margar umsagnir bárust (248, þegar tvítalningar hafa verið teknar út) og þess að í flestum umsögnum er tekin afstaða til skiptingarinnar (229). Sérfræðiþekking þyngst á metunum Inntur svara hversvegna ekki var hlustað á þetta ákall eftir meiri sveigjanleika svaraði formaður nefndar um endurskoðun laganna að þeir sérfræðingar sem hefðu komið fyrir nefndina hefðu flestir talað fyrir jafnri skiptingu. Það hefði á endanum vegið þyngra en umsagnirnar um frumvarpið. Gott og vel. Verandi sérfræðingur sjálf er ég kvenna ólíklegust til þess að andmæla því að frumvörp séu byggð á bestu mögulegu þekkingu. En til þess að hægt sé að fullyrða að þetta tiltekna frumvarp byggi á bestu mögulegu þekkingu er mikilvægt að rannsóknirnar, sem liggja til grundvallar, endurspegli samhljóða mat sérfræðinga eða haldi til haga þeim atriðum sem vísindamenn eru ekki sammála um. Bara sumir sérfræðingar útvaldir Hverjir voru þá þessir sérfræðingar sem ráðlögðu nefndinni? Og eru allir sérfræðingar sammála um að sú skipting sem lögð er til í frumvarpinu sé sú besta? Í drögunum sem kynnt voru í samráðsgáttinni má lesa eftirfarandi: Á starfstíma sínum fundaði starfshópurinn fimmtán sinnum en á einstaka fundi voru boðaðir ýmsir sérfræðingar sem veittu samstarfshópnum upplýsingar og ráðgjöf. Þetta getur varla talist til marks um gagnsæja stjórnsýslu, þar sem ekki kemur fram hverjir sérfræðingarnir eru, né hvert þeirra sérsvið er. Því er ómögulegt að leggja sjálfstætt mat á hvort nefndin hafi tekið tillit til helstu rannsókna sem koma málinu við. Með smá rannsóknarvinnu er þó hægt að geta sér til hvaða rannsóknir lágu til grundvallar. Það er líklegt að nefndin hafi haft til hliðsjónar skýrslu sem unnin var af Velferðarráðuneytinu 2016, sem ber nafnið Framtíðarstefna í fæðingarorlofsmálum. Hvað varðar skiptingu á orlofinu tekur skýrslan mið af tölfræði frá Vinnumálastofnun og Hagstofu Íslands. Auk þess er vísað til fjögurra heimildarita sem rituð eru af prófessor í félagsráðgjöf, prófessor í félagsfræði, prófessorum í lýðfræði, doktor í félagsfræði og meistaranema í opinberri stjórnsýslu. Endurspegla þessar heimildir samhljóða mat sérfræðinga á málefnum sem tengjast skiptingu fæðingarorlofs? Í umsögn Landlæknisembættisins, einnar helstu sérfræðistofnunar landsins, er það gagnrýnt að ekki hafi verið kallað eftir aðkomu fulltrúa sem hafa sérþekkingu á geðheilsu og þroska ungra barna. Ennfremur gagnrýnir embættið markmið laganna og telur að það eigi ekki aðeins að líta á orlofið sem rétt fullorðinna á vinnumarkaði, heldur einnig rétt barns til umönnunar á fyrstu mánuðum lífsins. Því sé fæðingarorlof ekki aðeins vinnumarkaðsmál, heldur einnig lýðheilsumál og geðheilbrigðismál. Þessi afstaða embættisins er studd með vísun í rannsóknir sem sýna að lengri tími barns í umönnun foreldra sinna á fyrstu mánuðum ævinnar styðji við heilbrigð tilfinningatengsl foreldra og barna. Rúsínuplokk er vond vísindaaðferð Afhverju skiptir þetta máli? Vandamálið felst að mínum dóm ekki í því að þær rannsóknir, sem frumvarpið byggir á, séu ófullkomnar, heldur að myndin sem þær gefa sé ófullnægjandi. Þegar ófullnægjandi mynd er gefin af vísindum er hægt að nota góðar vísindalegar rannsóknir til að komast að óvísindalegri niðurstöðu. Þetta hljómar kannski þversagnakennt, en lof mér að útskýra. Öll höfum við tilhneigingu til þess að leita að upplýsingum og rökum sem staðfesta okkar fyrirframgefnu skoðanir. Það getur gefið okkur skakka mynd af þekkingu um tiltekið efni. Þessi tilhneiging, sem kallast staðfestingarskekkja, gildir jafnt um almenning sem og sérfræðinga. Vísindalega aðferð verður aðeins eins öflug og vera ber sé allra leiða leitað til þess að draga úr áhrifum staðfestingarskekkjunar þannig að komast megi að óhlutdrægum niðurstöðum. Það er jafn mikilvægt að beita vísindalegri aðferð við hönnun rannsókna og samantekt rannsókna. Hver og ein rannsókn fyrir sig, hversu vel unnin sem hún er, segir aldrei alla söguna. Vandlega unnin rannsókn er því aðeins fyrsta skrefið, og næsta skref í þekkingarleitinni er að taka saman niðurstöður margra rannsókna til að gefa heildstæða mynd af tilteknu málefni. Um 1980 sýndi Celia Mulrow fram á að yfirlitsgreinar í fræðiritum gæfu oft brenglaða mynd af niðurstöðum rannsókna þar sem það væri geðþótti fræðimanna sem stýrði því um hvaða rannsóknir væri fjallað. Síðan þá hafa fræðin um kerfisbundnar samantektir verið í stöðugri þróun. Slíkar samantektir nota gagnsæja og kerfisbundna aðferð til að leita að heimildum. Það tryggir að samantektin af rannsóknum sé jafn laus við hlutdrægni og þær rannsóknirnar sem verið er að safna saman. Semsagt, það eru ekki vísindaleg vinnubrögð að plokka rúsínurnar úr vísindakökunni (e. Cherry picking). „Mínar rúsínur“ sýna kosti sveigjanleika Það er nokkuð augljóst að „rúsínuplokk“ hefur átt sér stað á heimasíðunni betra fæðingarorlof, hvort sem það var viljandi eða óviljandi. Þar hefur þeim rannsóknum sem styðja jafna skiptingu verið vandlega safnað saman á einn stað, en litið er framhjá öllum rannsóknum sem hafa aðra sögu að segja. Rannsóknirnar eru margar hverjar af góðum gæðum og eiga fullt erindi inn í umræðuna, en endurspegla fyrst og fremst afstöðu þeirra aðila sem standa að heimasíðunni og gefa ekki heildstæða mynd af rannsóknum um málefnið. En við erum fleiri sem getum leikið þann leik að leita aðeins af rannsóknum sem styðja fyriframgefna afstöðu. Mitt sérsvið er ekki fæðingarorlofsmál, en sem doktor hef ég ákveðna reynslu af því að leita að og lesa fræðigreinar. Ég þurfti ekki að leita lengi áður en ég var búin að finna fjöldann allan af rannsóknum sem renna stoðum undir sveigjanlegri skiptingu fæðingarorlofs en gert er ráð fyrir í núvernadi frumvarpi. Sérstaklega ef hugsað er til þess að sá þröngi stakkur, sem sniðinn er í núvernadi frumvarpi, skapar hættu á því að sum börn fái styttra orlof en önnur börn. Gleymdist að huga að heilsu kvenna og barna? Til dæmis sýna gögn frá 16 Evrópulöndum yfir marga áratugi að lengra fæðingarorlof styður við heilsu barna og dregur úr líkunum á barnadauða. Með heilsu barna í huga mælir landlæknisembættið með því að barn sé alfarið á brjósti í 6 mánuði og haldi svo áfram á brjósti með mat í allt að 24 mánuði. Þessi tilmæli byggja á rannsóknum sem sýna að brjóstabörn fá sjaldnar öndunarvegssýkingar, miðeyrnabólgu og meltingarfærasýkingar og hefur jákvæð áhrif á þroska barna, efnaskipti og sjúkdóma seinni á æfinni. Kerfisbundin samantekt rannsókna sýnir að atvinnuþátttaka kvenna getur verið hindrun á vegi kvenna að fylgja þessum ráðleggingum. Þetta á sérstaklega við um konur í veikri félagslegri stöðu og konur af blönduðum uppruna. Störf með litlum sveigjanleika eru einnig líklegri til þess að hindra konur í að sinna brjóstagjöf og fullu starfi á sama tíma, svo sem störf lækna, störf strætóbílstjóra og vélstjóra, störf öryggisvarða og störf fólks í 12 tíma vaktavinnu. En lengra fæðingarorlof kvenna skiptir ekki bara máli fyrir brjóstagjöf heldur einnig fyrir heilsu þeirra. Það er flestum ljóst að barnsburður og fæðing geta haft áhrif á líkamlega heilsu kvenna og samkvæmt kerfisbundinni samantekt rannsókna þá upplifa 17% heilbrigða mæðra fæðingarþunglyndi. Önnur kerfisbundin samantekt sýndi að lengra fæðingarorlof sé verndandi þáttur fyrir heilsu kvenna, og þá sérstaklega andlega heilsu þeirra. Nú þegar ég hef plokkað mínar rúsínur úr rannsóknarkökunni, ætti öllum að vera ljóst að það er bæði hægt að segja rannsóknarsögu sem styður jafna skiptingu orlofs og sem styður sveigjanlegri skiptingu, láti maður geðþóttan ráða för. Í stað þess að keppast um það hver getur gefið sem bjagaðasta mynd af stöða rannsókna sem tengjast skiptingu fæðingarorlofs þá tel ég að það væri nær lagi að viðurkenna að skiptingunni í núverandi frumvarpi fylgja kostir og gallar. Ennfremur er afar áríðandi, að þegar sérfræðiálit er notað sem afsökun fyrir því að hlusta ekki á yfirgnæfandi meirihluta umsagna þá sé tryggt að vel hafi verið staðið að verki við að safna inn heildstæðu undirlagi af stöðu rannsókna. Ég tel, í fullu samræmi við álit Landlæknisembættisins, að það hafi ekki verið gert. Snýst ekki um vísindi heldur pólitík En þegar öllu er á botninn hvolft þá fjallar fæðingarorlofsfrumvarpið ekki um vísindalegar niðurstöður, heldur um pólitík. Og þegar kemur að pólitík er ekki hægt að gera ráð fyrir samhljóða niðurstöðu. Mín pólitíska afstaða er sú að 4-4-4 skipting sé réttlátasta skiptingin á þeim takmörkuðu gæðum sem 12 mánuðir eru, þar sem hún tekur mið af álagi, þörfum og jafnrétti. Mín pólitíska afstaða er líka að lýðræði sé af hinu góða. Þess vegna finnst mér það ekki léttvægt þegar löggjafinn lítur framhjá 85% umsagna, sem flestar komu frá einstaklingum. Þó að afstaða umsagnaraðila endurspegli ekki endilega afstöðu almennings, þá ættu svo margar umsagnir, sem sýna fram á eins skýra afstöðu gegn skiptingunni í frumvarpinu og raun ber vitni, að hvetja stjórnmálamenn til þess að komast að því hvaða skipting það er sem nýtur stuðnings meirihluta landsmanna. Höfundur er doktor í félagssálfræði.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun