Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 23:36 Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar. EPA-EFE/STEPHEN BRASHEAR Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. Yfirmaður Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EASA, sagði í dag að stofnunin teldi vélarnar orðnar öruggar til flugs eftir að ráðist var í breytingar á hönnun vélarinnar. Tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. EASA hefur þegar hafið undirbúning á tillögu um að enda flugbannið og verður tillagan gerð opinber í næstu viku. Þá tekur við mánaðarbið, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við tillöguna. Þegar því ferli er lokið og búið er að vinna úr athugasemdunum verður tekin ákvörðun um hvort létta eigi flugbanninu og gert er ráð fyrir að sú ákvörðun verði gerð í janúar. Óljóst er hve langan tíma það mun taka fyrir flugvélarnar að komast aftur í notkun í Evrópu en flugmenn munu þurfa að fá þjálfun og flugfélög tíma til þess að uppfæra hugbúnað vélanna og tryggja að þær uppfylli staðla EASA. Áætlað er að notkun vélanna hefjist þann 29. desember í Bandaríkjunum en þá verða liðnar tæpar sex vikur frá því að eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum birtu tilskipun um að flugbanninu væri létt. Aðildarríki EASA eru öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins auk EFTA ríkjanna: Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Þá fellur Bretland einnig undir EASA en því mun ljúka 31. desember, þegar Bretland segir skilið við Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. Yfirmaður Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, EASA, sagði í dag að stofnunin teldi vélarnar orðnar öruggar til flugs eftir að ráðist var í breytingar á hönnun vélarinnar. Tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. EASA hefur þegar hafið undirbúning á tillögu um að enda flugbannið og verður tillagan gerð opinber í næstu viku. Þá tekur við mánaðarbið, þar sem hægt verður að gera athugasemdir við tillöguna. Þegar því ferli er lokið og búið er að vinna úr athugasemdunum verður tekin ákvörðun um hvort létta eigi flugbanninu og gert er ráð fyrir að sú ákvörðun verði gerð í janúar. Óljóst er hve langan tíma það mun taka fyrir flugvélarnar að komast aftur í notkun í Evrópu en flugmenn munu þurfa að fá þjálfun og flugfélög tíma til þess að uppfæra hugbúnað vélanna og tryggja að þær uppfylli staðla EASA. Áætlað er að notkun vélanna hefjist þann 29. desember í Bandaríkjunum en þá verða liðnar tæpar sex vikur frá því að eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum birtu tilskipun um að flugbanninu væri létt. Aðildarríki EASA eru öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins auk EFTA ríkjanna: Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss. Þá fellur Bretland einnig undir EASA en því mun ljúka 31. desember, þegar Bretland segir skilið við Evrópusambandið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48
MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33
Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53