Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2020 18:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. Fimmtán greindust í gær, þar af voru 13 í sóttkví. Hann vonar að bóluefni komi á fyrri hluta næsta árs og virki jafn vel og vísbendingar eru um. Hann segir möguleika á frekari tilslökunum á takmörkunum í byrjun desember. „Það er bara ánægjulegt að sjá að það eru bara tveir sem eru fyrir utan sóttkví. Auðvitað hefði maður viljað sjá heildartöluna lægri, en ég held að þetta sé bara á því róli sem búist var við.“ Hann segist ekki telja að Íslendingar séu farnir að slaka á persónubundnum sóttvörnum, það sýni hátt hlutfall smitaðra í sóttkví. „Vegna þess að ef að það væri þá værum við að sjá fleiri einstaklinga sem eru utan sóttkvíar. Ef við förum að sjá fleiri utan sóttkvíar er það áhyggjuefni en meðan við erum að sjá þessa tölu innan sóttkvíar getum við verið nokkuð róleg.“ Hann leggur þá mikla áherslu á að fólk hugi áfram að sóttvörnum og forðist hópamyndanir á borð við veislur og stór boð um aðventuna. Ef smittölur hækki ekki, verði mögulega hægt að aflétta aðgerðum fljótlega. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 1. desember. „Ef að þróunin heldur svona áfram þá held ég að við getum verið að horfa fram á einhverjar tilslakanir núna í byrjun desember, hins vegar ef við förum að fá eitthvað bakslag þá held ég að það muni taka lengri tíma“ Þórólfur leggur höfuðáherslu á samstöðu og úthald í baráttunni við veiruna. „Við erum jú að bíða eftir því að við fáum bóluefni, vonandi mun það koma á fyrri hluta næsta árs og virka eins vel og vonir standa til, þannig að við getum bara losað okkur úr þessari prísund sem þessi veira er að halda okkur í.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. Fimmtán greindust í gær, þar af voru 13 í sóttkví. Hann vonar að bóluefni komi á fyrri hluta næsta árs og virki jafn vel og vísbendingar eru um. Hann segir möguleika á frekari tilslökunum á takmörkunum í byrjun desember. „Það er bara ánægjulegt að sjá að það eru bara tveir sem eru fyrir utan sóttkví. Auðvitað hefði maður viljað sjá heildartöluna lægri, en ég held að þetta sé bara á því róli sem búist var við.“ Hann segist ekki telja að Íslendingar séu farnir að slaka á persónubundnum sóttvörnum, það sýni hátt hlutfall smitaðra í sóttkví. „Vegna þess að ef að það væri þá værum við að sjá fleiri einstaklinga sem eru utan sóttkvíar. Ef við förum að sjá fleiri utan sóttkvíar er það áhyggjuefni en meðan við erum að sjá þessa tölu innan sóttkvíar getum við verið nokkuð róleg.“ Hann leggur þá mikla áherslu á að fólk hugi áfram að sóttvörnum og forðist hópamyndanir á borð við veislur og stór boð um aðventuna. Ef smittölur hækki ekki, verði mögulega hægt að aflétta aðgerðum fljótlega. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 1. desember. „Ef að þróunin heldur svona áfram þá held ég að við getum verið að horfa fram á einhverjar tilslakanir núna í byrjun desember, hins vegar ef við förum að fá eitthvað bakslag þá held ég að það muni taka lengri tíma“ Þórólfur leggur höfuðáherslu á samstöðu og úthald í baráttunni við veiruna. „Við erum jú að bíða eftir því að við fáum bóluefni, vonandi mun það koma á fyrri hluta næsta árs og virka eins vel og vonir standa til, þannig að við getum bara losað okkur úr þessari prísund sem þessi veira er að halda okkur í.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira