Harpa hökkuð í hakk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2020 14:27 Kúabændur eru hvattir til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa Fjölskylduhjálp Íslands kjöt. Það hafa bændurnir á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi gert þegar þau létu slátra kvígunni Hörpu og hökkuðu hana í hakk og gáfu fjölskylduhjálpinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændurnir á bænum Reykjum á Skeiðum hvetja kúabændur um allt land að láta gott af sér leið fyrir jólin og slátra gripum, hakka kjötið og gefa Fjölskylduhjálp Íslands. Sjálfir slátruðu bændurnir nýlega kvígu og gáfu átta tíu kíló af hakki af henni til fjölskylduhjálparinnar í neytendapakkningum. Nú þegar nálgast aðventu og jólahátíðina þá verða fjárútlát fjölskyldna óneitanlega meiri þegar um matarinnkaup er að ræða og jólagjafir. Víða er þröngt í búi vegna Covid ástandsins og því vilja kúabændur láta gott af sér leiða. Gott dæmi um það eru hjónin Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Bjarnason á bænum Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þau fóru nýlega með kvíguna Hörpu í sláturhús og fengu í kjölfarið um 80 kíló af hakki af henni, sem þau gáfu Fjölskylduhjálpar Íslands. Birna hvetur kúabændur til að láta eitthvað af hendi rakna til fjölskylduhjálparinnar „Ég fór bara að velta vöngum yfir því hvað við bændur værum vel settir í Covid ástandinu miðað við margar aðrar stéttir. Það breytist nánast ekkert hjá okkur. Við vinnum okkar vinnu bara eins og vant er, við getum farið út og hreyft okkur frjáls og þurfum ekki að fara í einhvern hlífðarbúnað í vinnunni okkar og tekjurnar koma alveg óbreytt,“ segir Birna og bætir við; „Mjög margir bændur gætu séð af einhverju til Fjölskylduhjálparinnar til dæmis eins og það að setja grip í sláturhús og láta hakka hann og vinna og gefa til Fjölskylduhjálparinnar.“ Birna og Rúnar hvetja kúabændur til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa fjölskylduhjálpinni kjöt af skepnum sínum, sem er verið að slátra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birna segir að þau Rúnar hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá bændum eftir að þau vöktu athygli á málinu á Facbook síðu kúabænda og þau viti til þess að margir munu láta gott af sér leiða fyrir jólin. „Og það sem mér finnst svo ánægjulegt að ég hef komist að því að það eru til bændur, sem hafa gert þetta af og til án þess að hafa nokkuð hátt um það.“ Birna hvetur líka sláturhús og kjötvinnslur til að taka þátt í verkefninu því það kosti mikið að láta slátra grip og vinna kjötið með því að slá af vinnslukostnaði og koma kjötinu til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík. Birna og Rúnar létu gott af sér leiða á dögunum þegar kvígunni Hörpu frá þeim var slátrað og um 80 kíló af hakki af kjötinu fór til Fjölskylduhjálparinnar. „Já, það er rétt og við skorum á aðra kúabændur, sem telja sig aflögufæra með eitthvað að leggja hönd á plóg því okkar staða er tiltölulega sterk miðað við marga aðra,“ segir Birna. Rúnar og Birna, kúabændur á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem hafa látið gott af sér leiða á tímum Covid-19 með því að gefa Fjölskylduhjál 80 kíló af hakki.Einkasafn Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Kúabændurnir á bænum Reykjum á Skeiðum hvetja kúabændur um allt land að láta gott af sér leið fyrir jólin og slátra gripum, hakka kjötið og gefa Fjölskylduhjálp Íslands. Sjálfir slátruðu bændurnir nýlega kvígu og gáfu átta tíu kíló af hakki af henni til fjölskylduhjálparinnar í neytendapakkningum. Nú þegar nálgast aðventu og jólahátíðina þá verða fjárútlát fjölskyldna óneitanlega meiri þegar um matarinnkaup er að ræða og jólagjafir. Víða er þröngt í búi vegna Covid ástandsins og því vilja kúabændur láta gott af sér leiða. Gott dæmi um það eru hjónin Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Bjarnason á bænum Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þau fóru nýlega með kvíguna Hörpu í sláturhús og fengu í kjölfarið um 80 kíló af hakki af henni, sem þau gáfu Fjölskylduhjálpar Íslands. Birna hvetur kúabændur til að láta eitthvað af hendi rakna til fjölskylduhjálparinnar „Ég fór bara að velta vöngum yfir því hvað við bændur værum vel settir í Covid ástandinu miðað við margar aðrar stéttir. Það breytist nánast ekkert hjá okkur. Við vinnum okkar vinnu bara eins og vant er, við getum farið út og hreyft okkur frjáls og þurfum ekki að fara í einhvern hlífðarbúnað í vinnunni okkar og tekjurnar koma alveg óbreytt,“ segir Birna og bætir við; „Mjög margir bændur gætu séð af einhverju til Fjölskylduhjálparinnar til dæmis eins og það að setja grip í sláturhús og láta hakka hann og vinna og gefa til Fjölskylduhjálparinnar.“ Birna og Rúnar hvetja kúabændur til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa fjölskylduhjálpinni kjöt af skepnum sínum, sem er verið að slátra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birna segir að þau Rúnar hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá bændum eftir að þau vöktu athygli á málinu á Facbook síðu kúabænda og þau viti til þess að margir munu láta gott af sér leiða fyrir jólin. „Og það sem mér finnst svo ánægjulegt að ég hef komist að því að það eru til bændur, sem hafa gert þetta af og til án þess að hafa nokkuð hátt um það.“ Birna hvetur líka sláturhús og kjötvinnslur til að taka þátt í verkefninu því það kosti mikið að láta slátra grip og vinna kjötið með því að slá af vinnslukostnaði og koma kjötinu til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík. Birna og Rúnar létu gott af sér leiða á dögunum þegar kvígunni Hörpu frá þeim var slátrað og um 80 kíló af hakki af kjötinu fór til Fjölskylduhjálparinnar. „Já, það er rétt og við skorum á aðra kúabændur, sem telja sig aflögufæra með eitthvað að leggja hönd á plóg því okkar staða er tiltölulega sterk miðað við marga aðra,“ segir Birna. Rúnar og Birna, kúabændur á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem hafa látið gott af sér leiða á tímum Covid-19 með því að gefa Fjölskylduhjál 80 kíló af hakki.Einkasafn
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira