Harpa hökkuð í hakk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2020 14:27 Kúabændur eru hvattir til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa Fjölskylduhjálp Íslands kjöt. Það hafa bændurnir á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi gert þegar þau létu slátra kvígunni Hörpu og hökkuðu hana í hakk og gáfu fjölskylduhjálpinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændurnir á bænum Reykjum á Skeiðum hvetja kúabændur um allt land að láta gott af sér leið fyrir jólin og slátra gripum, hakka kjötið og gefa Fjölskylduhjálp Íslands. Sjálfir slátruðu bændurnir nýlega kvígu og gáfu átta tíu kíló af hakki af henni til fjölskylduhjálparinnar í neytendapakkningum. Nú þegar nálgast aðventu og jólahátíðina þá verða fjárútlát fjölskyldna óneitanlega meiri þegar um matarinnkaup er að ræða og jólagjafir. Víða er þröngt í búi vegna Covid ástandsins og því vilja kúabændur láta gott af sér leiða. Gott dæmi um það eru hjónin Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Bjarnason á bænum Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þau fóru nýlega með kvíguna Hörpu í sláturhús og fengu í kjölfarið um 80 kíló af hakki af henni, sem þau gáfu Fjölskylduhjálpar Íslands. Birna hvetur kúabændur til að láta eitthvað af hendi rakna til fjölskylduhjálparinnar „Ég fór bara að velta vöngum yfir því hvað við bændur værum vel settir í Covid ástandinu miðað við margar aðrar stéttir. Það breytist nánast ekkert hjá okkur. Við vinnum okkar vinnu bara eins og vant er, við getum farið út og hreyft okkur frjáls og þurfum ekki að fara í einhvern hlífðarbúnað í vinnunni okkar og tekjurnar koma alveg óbreytt,“ segir Birna og bætir við; „Mjög margir bændur gætu séð af einhverju til Fjölskylduhjálparinnar til dæmis eins og það að setja grip í sláturhús og láta hakka hann og vinna og gefa til Fjölskylduhjálparinnar.“ Birna og Rúnar hvetja kúabændur til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa fjölskylduhjálpinni kjöt af skepnum sínum, sem er verið að slátra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birna segir að þau Rúnar hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá bændum eftir að þau vöktu athygli á málinu á Facbook síðu kúabænda og þau viti til þess að margir munu láta gott af sér leiða fyrir jólin. „Og það sem mér finnst svo ánægjulegt að ég hef komist að því að það eru til bændur, sem hafa gert þetta af og til án þess að hafa nokkuð hátt um það.“ Birna hvetur líka sláturhús og kjötvinnslur til að taka þátt í verkefninu því það kosti mikið að láta slátra grip og vinna kjötið með því að slá af vinnslukostnaði og koma kjötinu til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík. Birna og Rúnar létu gott af sér leiða á dögunum þegar kvígunni Hörpu frá þeim var slátrað og um 80 kíló af hakki af kjötinu fór til Fjölskylduhjálparinnar. „Já, það er rétt og við skorum á aðra kúabændur, sem telja sig aflögufæra með eitthvað að leggja hönd á plóg því okkar staða er tiltölulega sterk miðað við marga aðra,“ segir Birna. Rúnar og Birna, kúabændur á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem hafa látið gott af sér leiða á tímum Covid-19 með því að gefa Fjölskylduhjál 80 kíló af hakki.Einkasafn Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kúabændurnir á bænum Reykjum á Skeiðum hvetja kúabændur um allt land að láta gott af sér leið fyrir jólin og slátra gripum, hakka kjötið og gefa Fjölskylduhjálp Íslands. Sjálfir slátruðu bændurnir nýlega kvígu og gáfu átta tíu kíló af hakki af henni til fjölskylduhjálparinnar í neytendapakkningum. Nú þegar nálgast aðventu og jólahátíðina þá verða fjárútlát fjölskyldna óneitanlega meiri þegar um matarinnkaup er að ræða og jólagjafir. Víða er þröngt í búi vegna Covid ástandsins og því vilja kúabændur láta gott af sér leiða. Gott dæmi um það eru hjónin Birna Þorsteinsdóttir og Rúnar Bjarnason á bænum Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þau fóru nýlega með kvíguna Hörpu í sláturhús og fengu í kjölfarið um 80 kíló af hakki af henni, sem þau gáfu Fjölskylduhjálpar Íslands. Birna hvetur kúabændur til að láta eitthvað af hendi rakna til fjölskylduhjálparinnar „Ég fór bara að velta vöngum yfir því hvað við bændur værum vel settir í Covid ástandinu miðað við margar aðrar stéttir. Það breytist nánast ekkert hjá okkur. Við vinnum okkar vinnu bara eins og vant er, við getum farið út og hreyft okkur frjáls og þurfum ekki að fara í einhvern hlífðarbúnað í vinnunni okkar og tekjurnar koma alveg óbreytt,“ segir Birna og bætir við; „Mjög margir bændur gætu séð af einhverju til Fjölskylduhjálparinnar til dæmis eins og það að setja grip í sláturhús og láta hakka hann og vinna og gefa til Fjölskylduhjálparinnar.“ Birna og Rúnar hvetja kúabændur til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa fjölskylduhjálpinni kjöt af skepnum sínum, sem er verið að slátra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Birna segir að þau Rúnar hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð hjá bændum eftir að þau vöktu athygli á málinu á Facbook síðu kúabænda og þau viti til þess að margir munu láta gott af sér leiða fyrir jólin. „Og það sem mér finnst svo ánægjulegt að ég hef komist að því að það eru til bændur, sem hafa gert þetta af og til án þess að hafa nokkuð hátt um það.“ Birna hvetur líka sláturhús og kjötvinnslur til að taka þátt í verkefninu því það kosti mikið að láta slátra grip og vinna kjötið með því að slá af vinnslukostnaði og koma kjötinu til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjavík. Birna og Rúnar létu gott af sér leiða á dögunum þegar kvígunni Hörpu frá þeim var slátrað og um 80 kíló af hakki af kjötinu fór til Fjölskylduhjálparinnar. „Já, það er rétt og við skorum á aðra kúabændur, sem telja sig aflögufæra með eitthvað að leggja hönd á plóg því okkar staða er tiltölulega sterk miðað við marga aðra,“ segir Birna. Rúnar og Birna, kúabændur á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem hafa látið gott af sér leiða á tímum Covid-19 með því að gefa Fjölskylduhjál 80 kíló af hakki.Einkasafn
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira