Jöfnuður í fyrirrúmi Drífa Snædal skrifar 20. nóvember 2020 14:30 Þær aðgerðir sem gripið er til núna í óvissuástandi munu hafa afleiðingar til ára og áratuga. Sá rauði þráður sem lagt var upp með af hendi Alþýðusambandsins í vor er að tryggja afkomuöryggi og byggja upp betra atvinnulíf. Jöfnuður skal vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og öryggis- og velferðarkerfi tryggð og efld. Við vissum þá að ýmis öfl myndu reyna að skara eld að eigin köku og dustað yrði rykið af úreltum hugmyndum til að auka arð fárra og draga úr lífsgæðum fjöldans. Sá söngur er farinn að berast og ekki alveg úr óvæntri átt þar sem OECD er annars vegar. Einkavæðing verðmætra eigna, eða eins og það heitir í skýrslu OECD: Breytt skipan eignarhalds á Keflavíkurflugvelli er eitt dæmið. Tillögur til að veita harkhagkerfinu lausan tauminn er annað dæmi og svo vitum við af kröfum um frystingu launahækkana eða að draga úr réttindum vinnandi fólks. Það kemur því í hlut almannaheillasamtaka að reisa varðstöðu um okkar mikilvægu kerfi ekki síður en krefjast þess að þau verði efld til að sinna sínu hlutverki. Að grípa fólk og búa svo um hnútana að hér líði enginn skort. Kóf-ástandið hefur afhjúpað bæði styrkleika og veikleika okkar kerfa. Þeir hópar sem standa verst núna voru illa staddir fyrir og þannig ýkist vandinn sem fyrir var í samfélaginu. Vandinn fer ekki frá okkur og að fara aftur í sama farið eftir kófið er heldur ekki í boði. Fólk utan vinnumarkaðar og fólk sem vinnur erfið láglaunastörf þarf að sjá betri tíma framundan. Endurreisnin þarf að fela í sér styrkingu opinberu kerfanna, öflugra öryggisnet og skattkerfi sem notað er til að auka jöfnuð. Þannig byggjum við sterkara og jafnara samfélag til framtíðar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Þær aðgerðir sem gripið er til núna í óvissuástandi munu hafa afleiðingar til ára og áratuga. Sá rauði þráður sem lagt var upp með af hendi Alþýðusambandsins í vor er að tryggja afkomuöryggi og byggja upp betra atvinnulíf. Jöfnuður skal vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og öryggis- og velferðarkerfi tryggð og efld. Við vissum þá að ýmis öfl myndu reyna að skara eld að eigin köku og dustað yrði rykið af úreltum hugmyndum til að auka arð fárra og draga úr lífsgæðum fjöldans. Sá söngur er farinn að berast og ekki alveg úr óvæntri átt þar sem OECD er annars vegar. Einkavæðing verðmætra eigna, eða eins og það heitir í skýrslu OECD: Breytt skipan eignarhalds á Keflavíkurflugvelli er eitt dæmið. Tillögur til að veita harkhagkerfinu lausan tauminn er annað dæmi og svo vitum við af kröfum um frystingu launahækkana eða að draga úr réttindum vinnandi fólks. Það kemur því í hlut almannaheillasamtaka að reisa varðstöðu um okkar mikilvægu kerfi ekki síður en krefjast þess að þau verði efld til að sinna sínu hlutverki. Að grípa fólk og búa svo um hnútana að hér líði enginn skort. Kóf-ástandið hefur afhjúpað bæði styrkleika og veikleika okkar kerfa. Þeir hópar sem standa verst núna voru illa staddir fyrir og þannig ýkist vandinn sem fyrir var í samfélaginu. Vandinn fer ekki frá okkur og að fara aftur í sama farið eftir kófið er heldur ekki í boði. Fólk utan vinnumarkaðar og fólk sem vinnur erfið láglaunastörf þarf að sjá betri tíma framundan. Endurreisnin þarf að fela í sér styrkingu opinberu kerfanna, öflugra öryggisnet og skattkerfi sem notað er til að auka jöfnuð. Þannig byggjum við sterkara og jafnara samfélag til framtíðar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun