Eðlileg sveifla milli daga sem ekki má túlka of sterkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 12:43 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjölgaði þannig um sex milli daga. Sóttvarnalæknir segir þó að um sé að ræða eðlilega dagbundna sveiflu. „Þetta eru bara sveiflur milli daga og ekkert sem við erum að túlka of sterkt. Flestir þarna eru í sóttkví, fjórir einstaklingar voru ekki í sóttkví, það er það sem við horfum mest á. Þetta eru bara tölur á svipuðu róli, þetta er ekkert sem við erum að túlka of sterkt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fólk passi sig fram yfir jól Framundan er helgi, auk þess sem jólin nálgast óðfluga og því má ætla að margir hyggi á verslunarferðir. Þórólfur segir að áfram sé biðlað til landsmanna að takmarka samgang sín á milli. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að fólk fari að safnast eitthvað mikið saman og aðeins að sleppa fram af sér beislinu. Þess vegna biðlum við til fólks að gæta vel að sér, gæta vel að fjöldatakmörkunum sem eru í gangi og passi sig, þannig að við förum ekki að fá bakslag. Það er það sem við þurfum að vera að hamra á þessa dagana, og fram að jólum. Og yfir jólin eiginlega líka.“ Færri sýni hafa verið tekin í gær og fyrradag en dagana þar áður. Þórólfur segir að getan til sýnatöku sé enn sú sama og fækkunin stafi því annað hvort af því að fólk sé síður að mæta í sýnatöku eða að færri séu einfaldlega með einkenni. „Vonandi það síðarnefnda nú skýringin á því en við höldum áfram að hvetja alla sem eru með einkenni og minnsta grun um smit að mæta í sýnatöku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58 Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjölgaði þannig um sex milli daga. Sóttvarnalæknir segir þó að um sé að ræða eðlilega dagbundna sveiflu. „Þetta eru bara sveiflur milli daga og ekkert sem við erum að túlka of sterkt. Flestir þarna eru í sóttkví, fjórir einstaklingar voru ekki í sóttkví, það er það sem við horfum mest á. Þetta eru bara tölur á svipuðu róli, þetta er ekkert sem við erum að túlka of sterkt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fólk passi sig fram yfir jól Framundan er helgi, auk þess sem jólin nálgast óðfluga og því má ætla að margir hyggi á verslunarferðir. Þórólfur segir að áfram sé biðlað til landsmanna að takmarka samgang sín á milli. „Auðvitað hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að fólk fari að safnast eitthvað mikið saman og aðeins að sleppa fram af sér beislinu. Þess vegna biðlum við til fólks að gæta vel að sér, gæta vel að fjöldatakmörkunum sem eru í gangi og passi sig, þannig að við förum ekki að fá bakslag. Það er það sem við þurfum að vera að hamra á þessa dagana, og fram að jólum. Og yfir jólin eiginlega líka.“ Færri sýni hafa verið tekin í gær og fyrradag en dagana þar áður. Þórólfur segir að getan til sýnatöku sé enn sú sama og fækkunin stafi því annað hvort af því að fólk sé síður að mæta í sýnatöku eða að færri séu einfaldlega með einkenni. „Vonandi það síðarnefnda nú skýringin á því en við höldum áfram að hvetja alla sem eru með einkenni og minnsta grun um smit að mæta í sýnatöku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58 Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39 Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Tíu greindust innanlands Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu. 20. nóvember 2020 10:58
Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. 20. nóvember 2020 10:39
Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09