Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 21:09 Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins geisar nú yfir Evrópu. Yfirmaður Evrópudeildar WHO segir næstu sex mánuði verða erfiða fyrir álfuna. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. Hans Kluger, yfirmaður Evrópudeildar WHO, greindi frá því í dag að meira en 29 þúsund hafi látist af völdum Covid-19 í álfunni undanfarna viku. „Það þýðir að einn deyi á hverjum sautján sekúndum,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann greindi hins vegar frá því að tilfellum hafi fækkað eftir því sem samkomu- og sóttvarnatakmarkanir hafa verið hertar. Sú bylgja faraldursins sem nú geisar á meginlandi Evrópu er jafnan sögð önnur bylgja hans. Tilfellum fór að fjölga töluvert í októbermánuði og hafa flest Evrópuríki gripið til harðra aðgerða í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Hingað til hafa 15.738.179 Evrópubúar greinst með veiruna og 354.145 látist vegna hennar. Eingöngu Bandaríkin hafa orðið verr fyrir barðinu á veirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum frá WHO. Lang flest kórónuveirutilfelli og -dauðsföll má rekja til Bretlands, Rússlands, Frakklands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands. Lang flestir hafa látist í Bretlandi af öllum Evrópuríkjunum en flestir hafa greinst í Frakklandi. Að sögn Kluger má rekja 28 prósent allra tilfella á heimsvísu til Evrópu og 26 prósent dauðsfalla. Þá lýsti hann yfir sérstökum áhyggjum yfir ástandinu í Sviss og Frakklandi. Í báðum ríkjunum eru um 95 prósent gjörgæslurýma í notkun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. Hans Kluger, yfirmaður Evrópudeildar WHO, greindi frá því í dag að meira en 29 þúsund hafi látist af völdum Covid-19 í álfunni undanfarna viku. „Það þýðir að einn deyi á hverjum sautján sekúndum,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann greindi hins vegar frá því að tilfellum hafi fækkað eftir því sem samkomu- og sóttvarnatakmarkanir hafa verið hertar. Sú bylgja faraldursins sem nú geisar á meginlandi Evrópu er jafnan sögð önnur bylgja hans. Tilfellum fór að fjölga töluvert í októbermánuði og hafa flest Evrópuríki gripið til harðra aðgerða í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Hingað til hafa 15.738.179 Evrópubúar greinst með veiruna og 354.145 látist vegna hennar. Eingöngu Bandaríkin hafa orðið verr fyrir barðinu á veirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum frá WHO. Lang flest kórónuveirutilfelli og -dauðsföll má rekja til Bretlands, Rússlands, Frakklands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands. Lang flestir hafa látist í Bretlandi af öllum Evrópuríkjunum en flestir hafa greinst í Frakklandi. Að sögn Kluger má rekja 28 prósent allra tilfella á heimsvísu til Evrópu og 26 prósent dauðsfalla. Þá lýsti hann yfir sérstökum áhyggjum yfir ástandinu í Sviss og Frakklandi. Í báðum ríkjunum eru um 95 prósent gjörgæslurýma í notkun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16
250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52
Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58