„Sumir hváðu þegar þjónustustjóri listasafns hringdi til að spyrja um líðan“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn. Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður. Ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði þurftu að loka starfsemi sinni fyrir gestum eftir að samkomutakmarkanir miðuðust við tíu eða færri. Borgin auglýsti eftir starfsfólki til að hringja til fólks sem er 85 ára og eldra í borginni og kanna líðan þess í kórónuveirufaraldrinum. Hátt í fjörtíu starfsmenn menningar-og ferðamálasviðs skráðu sig til leiks og hringdu 780 manns á þessum aldri. Marteinn Tryggvason Tausen þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur var einn þeirra. „Þetta var bara mjög ánægjulegt, við vorum að athuga hvernig fólk hefði það og hvort fólki vantaði þjónustu. Það var ánægjulegt að heyra fólkið sem ég hringdi alla vega í hefur það fínt og gengur vel að fóta sig í þessum aðstæðum. Margir eru minna á ferðinni en áður en flestir sem ég talaði við gátu séð um sig sjálfir eða höfðu gott bakland. Það kom stundum upp umræða um það hvar ég væri að vinna og fólk hváði stundum og var hissa að starfsmaður á listasafni væri að hringja til að athuga hvernig það hefði það, “segir Marteinn og hlær. „Þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp“ Neyðarskýli borgarinnar hafa verið opin allan sólahringinn eftir að samkomutakmarkanir fóru í 10 eða færri og hafa starfsmenn á menningar-og ferðamálasviði og á íþrótta-og tómstundasviði borgarinnar einnig unnið þar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur á Listasafni Reykjavíkur tók að sér heimilistörf á Konukoti. og segir að starfið hafi verið lærdómsríkt. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur hjá Listasafni ReykjavíkurVísir „Ég bauð mig fram eftir að safnið lokaði og fékk að hjálpa til í Konukoti í hálfan mánuð. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi. Þetta breytir manni ansi mikið og dregur niður á jörðina og minnir mann á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Það er ekki sjálfgefið að eiga heimili, þarna eru konur sem eru með aleiguna í einum litlum skáp. Mér finnst konurnar sem þarna koma algjörar hetjur að geta haldið þetta út. Það var ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sjálfboðaliðar í kringum Konukot og hvað fólk er duglegt að koma með alls kyns gjafir til starfsins og fólksins sem þarna er,“ segir Sigríður. Listasafn Reykjavíkur opnaði á ný Kjarvalsstaði og Hafnarhúsið í dag og er miðað við 10 gesta hámark.Marteinn vonar að hann sjái eitthvað af símavinunum. „Vonandi kemur eitthvað af þessu fólki og heimsækir okkur þegar aðstæður leyfa,“ segir Marteinn.
Félagsmál Reykjavík Eldri borgarar Hjálparstarf Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira