Höfðar mál vegna dauða Glee-stjörnunnar Naya Rivera Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2020 13:35 Naya Rivera og Ryan Dorsey árið 2016. Þau voru gift á árunum 2014 til 2018. Getty Fyrrverandi eiginmaður Glee-stjörnunnar Naya Rivera hefur fyrir hönd dánarbús hennar stefnt yfirvöldum og stjórnendum Piruvatns, norðvestur af Los Angeles í Kaliforníu, vegna dauða Rivera í júlí síðastliðinn. Rivera drukknaði í vatninu þar sem hún var í siglingu með ungum syni sínum og vill Ryan Dorsey, sem er barnsfaðir Rivera, meina að ekki hafi verið varað nægilega við þeirri hættu sem fylgi sundferðum á þeim slóðum þar sem Rivera drukknaði. Hinn 33 ára Rivera var þekktust fyrir hlutverk sitt sem klappstýran Santana Lopez í sjónvarpsþáttunum Glee. Í stefnunni kemur fram að í bátnum, sem Rivera hafði tekið á leigu, hafi ekki verið að finna nægan öryggisbúnað svo sem stiga, reipi, akkeri og talstöð til að tryggja mætti að þeir sem stingi sér til sunds frá bátnum ættu ekki á hættu að fjarlægjast bátinn. Þá væri sömuleiðis ekki að finna neinar viðvaranir um sterka strauma í vatninu, hættu á litluu skyggni og breytilegu dýpi í vatninu. Rivera hafði tekið flatbytnu á leigu á vatninu þann 8. júlí síðastliðinn og var hún í för með fjögurra ára syni þeirra Dorsey. Barnið fannst eitt og sofandi um borð í bátnum nokkru síðar eftir leit sem ráðist var í eftir að mæðginin höfðu ekki skilað sér til baka. Lík Rivera fannst svo nokkrum dögum síðar. Var metið sem svo að um slys hafi verið að ræða. Rivera og Dorsey gengu í hjónaband árið 2014 en skildu árið 2018. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54 Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54 Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. 13. júlí 2020 22:18 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Glee-stjörnunnar Naya Rivera hefur fyrir hönd dánarbús hennar stefnt yfirvöldum og stjórnendum Piruvatns, norðvestur af Los Angeles í Kaliforníu, vegna dauða Rivera í júlí síðastliðinn. Rivera drukknaði í vatninu þar sem hún var í siglingu með ungum syni sínum og vill Ryan Dorsey, sem er barnsfaðir Rivera, meina að ekki hafi verið varað nægilega við þeirri hættu sem fylgi sundferðum á þeim slóðum þar sem Rivera drukknaði. Hinn 33 ára Rivera var þekktust fyrir hlutverk sitt sem klappstýran Santana Lopez í sjónvarpsþáttunum Glee. Í stefnunni kemur fram að í bátnum, sem Rivera hafði tekið á leigu, hafi ekki verið að finna nægan öryggisbúnað svo sem stiga, reipi, akkeri og talstöð til að tryggja mætti að þeir sem stingi sér til sunds frá bátnum ættu ekki á hættu að fjarlægjast bátinn. Þá væri sömuleiðis ekki að finna neinar viðvaranir um sterka strauma í vatninu, hættu á litluu skyggni og breytilegu dýpi í vatninu. Rivera hafði tekið flatbytnu á leigu á vatninu þann 8. júlí síðastliðinn og var hún í för með fjögurra ára syni þeirra Dorsey. Barnið fannst eitt og sofandi um borð í bátnum nokkru síðar eftir leit sem ráðist var í eftir að mæðginin höfðu ekki skilað sér til baka. Lík Rivera fannst svo nokkrum dögum síðar. Var metið sem svo að um slys hafi verið að ræða. Rivera og Dorsey gengu í hjónaband árið 2014 en skildu árið 2018.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54 Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54 Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. 13. júlí 2020 22:18 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54
Drukknaði eftir að hafa bjargað syni sínum Niðurstöður réttarmeinafræðings Ventura-sýslu hafa leitt í ljós að leik- og söngkonan Naya Rivera drukknaði í Piru-stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu. 15. júlí 2020 06:54
Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. 13. júlí 2020 22:18
Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41