Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2020 22:03 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Egill Aðalsteinsson Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. 260 íbúar Reykhólasveitar hafa ekki getað verslað í eigin heimabyggð eftir að Hólabúð og sambyggðum veitingastað var lokað í byrjun október. Hólabúð og veitingastaðurinn voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum.Egill Aðalsteinsson „Þetta var áfall,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Fyrir íbúana í þéttbýlinu á Reykhólum þýddi þetta að það var ekki lengur hægt að skreppa út í búð að kaupa í matinn. Næsta búð er nefnilega á Hólmavík en þangað er 50-60 mínútna akstur yfir Þröskulda. Sveitarstjórinn segir íbúana einnig sækja í Búðardal og jafnvel alla leið í Borgarnes til að gera innkaupin en í öllum tilvikum þarf að fara yfir fjallveg. „Þetta er ekki þægilegt ástand og það fer náttúrlega versnandi. Við erum búin að búa við það að það hafi verið gott veður hingað til. Það er ekki búin að vera hálka eða annað. En auðvitað þegar fara að koma snjór og hálka þá fara aðstæður að breytast og þá verður þetta mikið erfiðara.“ Frá Reykhólum. Þaðan eru 58 kílómetrar til Hólmavíkur um Þröskulda og 75 kílómetrar í Búðardal um Svínadal.Egill Aðalsteinsson En ekki er öll nótt úti enn. Reykhólabúar gætu brátt tekið gleði sína á ný. Sveitarstjórinn segir áhugasama aðila hafa gefið sig fram um að reka verslun. „Þannig að ég sé bara fram á bjarta tíma. Þetta eru ekki endalokin. Það opnast dyr þegar aðrar lokast.“ -Þannig að það verður kannski hægt að kaupa jólamatinn á Reykhólum? „Kannski ekki jólamatinn. En væntanlega mjög fljótlega eftir áramót verður hægt að kaupa í matinn á Reykhólum,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Strandabyggð Dalabyggð Byggðamál Verslun Tengdar fréttir Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. 260 íbúar Reykhólasveitar hafa ekki getað verslað í eigin heimabyggð eftir að Hólabúð og sambyggðum veitingastað var lokað í byrjun október. Hólabúð og veitingastaðurinn voru í rauða húsinu við heimreiðina að Reykhólum.Egill Aðalsteinsson „Þetta var áfall,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Fyrir íbúana í þéttbýlinu á Reykhólum þýddi þetta að það var ekki lengur hægt að skreppa út í búð að kaupa í matinn. Næsta búð er nefnilega á Hólmavík en þangað er 50-60 mínútna akstur yfir Þröskulda. Sveitarstjórinn segir íbúana einnig sækja í Búðardal og jafnvel alla leið í Borgarnes til að gera innkaupin en í öllum tilvikum þarf að fara yfir fjallveg. „Þetta er ekki þægilegt ástand og það fer náttúrlega versnandi. Við erum búin að búa við það að það hafi verið gott veður hingað til. Það er ekki búin að vera hálka eða annað. En auðvitað þegar fara að koma snjór og hálka þá fara aðstæður að breytast og þá verður þetta mikið erfiðara.“ Frá Reykhólum. Þaðan eru 58 kílómetrar til Hólmavíkur um Þröskulda og 75 kílómetrar í Búðardal um Svínadal.Egill Aðalsteinsson En ekki er öll nótt úti enn. Reykhólabúar gætu brátt tekið gleði sína á ný. Sveitarstjórinn segir áhugasama aðila hafa gefið sig fram um að reka verslun. „Þannig að ég sé bara fram á bjarta tíma. Þetta eru ekki endalokin. Það opnast dyr þegar aðrar lokast.“ -Þannig að það verður kannski hægt að kaupa jólamatinn á Reykhólum? „Kannski ekki jólamatinn. En væntanlega mjög fljótlega eftir áramót verður hægt að kaupa í matinn á Reykhólum,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Strandabyggð Dalabyggð Byggðamál Verslun Tengdar fréttir Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. 10. september 2020 15:07